Grunur leikur á íkveikju í Vesturbergi 4 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 23:15 Íbúar í Vesturbergi 4 voru á hrakhólum yfir jólahátíðina og eru enn, eftir að kviknaði í stigagangi hússins. Sterkur grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn. Þann 20. desember kviknaði í stigagangi í Vesturbergi 4. Í dag hófust þrif á íbúðum en út frá lykt og sóðaskapnum í húsinu er ljóst að það eru mánuðir en ekki vikur þar til fólk getur flutt inn aftur. Eldurinn átti upptök sín á jarðhæð í stigaganginum. Gangurinn er illa farinn og mikil vinna framundan. Það er þó komið rafmagn aftur á og gert ráð fyrir að klára að þrífa íbúð Önnu Kristbjargar á annarri hæð í dag. „Það er verið að þrífa en ég get ekki séð að við séum að fara hér, allavega ekki í bráð,“ segir Anna í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Anna og fjölskylda eru afar þakklát fyrir lánsíbúð sem þau fengu yfir jólin en missa um mánaðamótin. „Við erum bara búin að gera gott úr þessu og eiga ágætis jól þótt ég hefði viljað eiga þau hér heima,“ segir Anna. „Ég veit náttúrulega ekki um alla íbúa en þeir sem ég hef hitt eru á hrakhólum.“ Fréttir hafa verið sagðar af því að maður hafi játað á sig íkveikju. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi leigt herbergi í stigaganginum. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar en þær að rannsókn sé í fullum gangi og miði ágætlega. „Það gengur skjáskot milli manna og það er maður sem hefur játað að hafa kveikt í,“ segir Anna en bætir við að ekki sé búið að handtaka hann. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Íbúar í Vesturbergi 4 voru á hrakhólum yfir jólahátíðina og eru enn, eftir að kviknaði í stigagangi hússins. Sterkur grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn. Þann 20. desember kviknaði í stigagangi í Vesturbergi 4. Í dag hófust þrif á íbúðum en út frá lykt og sóðaskapnum í húsinu er ljóst að það eru mánuðir en ekki vikur þar til fólk getur flutt inn aftur. Eldurinn átti upptök sín á jarðhæð í stigaganginum. Gangurinn er illa farinn og mikil vinna framundan. Það er þó komið rafmagn aftur á og gert ráð fyrir að klára að þrífa íbúð Önnu Kristbjargar á annarri hæð í dag. „Það er verið að þrífa en ég get ekki séð að við séum að fara hér, allavega ekki í bráð,“ segir Anna í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Anna og fjölskylda eru afar þakklát fyrir lánsíbúð sem þau fengu yfir jólin en missa um mánaðamótin. „Við erum bara búin að gera gott úr þessu og eiga ágætis jól þótt ég hefði viljað eiga þau hér heima,“ segir Anna. „Ég veit náttúrulega ekki um alla íbúa en þeir sem ég hef hitt eru á hrakhólum.“ Fréttir hafa verið sagðar af því að maður hafi játað á sig íkveikju. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi leigt herbergi í stigaganginum. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar en þær að rannsókn sé í fullum gangi og miði ágætlega. „Það gengur skjáskot milli manna og það er maður sem hefur játað að hafa kveikt í,“ segir Anna en bætir við að ekki sé búið að handtaka hann.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12
Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49
Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42