Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 19:57 Frá aðstæðum uppi á Langjökli við björgunina. Landsbjörg Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. Þetta staðfestir Helgi Þorsteinsson lögmaður í samtali við mbl.is. 39 ferðamönnum var bjargað af Langjökli aðfaranótt miðvikudags eftir vélsleðaferð með fyrirtækinu. Fyrirtækið fer í daglegar vélsleðaferðir þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í klukkutímalanga vélsleðaferð. Hópurinn sem lagði af stað í ferðina var á öllum aldri og var sex ára barn á meðal þeirra sem voru í umræddri ferð.Sjá einnig: Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla fyrirtækisins en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Björgunarsveitarfólk var ekki komið á staðinn fyrr en tólf tímum síðar og fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss. Lögmaður ferðamannanna vill ekki gefa upp nöfn þeirra en að hann segir málið vera á frumstigi. Ferðamennirnir hafi skrifað opið bréf þar sem þeir lýsa atvikum og segir Helgi að um sé að ræða gáleysi sem geti leitt til bótaskyldu fyrirtækisins. Lögregla rannsakar nú málið en fleiri ferðamenn hyggjast leita réttar síns vegna þess. Nokkrir ferðamenn hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum, og sagði Lilja í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni að fyrirtækið bæri ábyrgð á því tjóni sem fólkið hefði orðið fyrir. Of snemmt væri þó að segja til um hvort einhverjir myndu höfða mál. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. Þetta staðfestir Helgi Þorsteinsson lögmaður í samtali við mbl.is. 39 ferðamönnum var bjargað af Langjökli aðfaranótt miðvikudags eftir vélsleðaferð með fyrirtækinu. Fyrirtækið fer í daglegar vélsleðaferðir þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í klukkutímalanga vélsleðaferð. Hópurinn sem lagði af stað í ferðina var á öllum aldri og var sex ára barn á meðal þeirra sem voru í umræddri ferð.Sjá einnig: Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla fyrirtækisins en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Björgunarsveitarfólk var ekki komið á staðinn fyrr en tólf tímum síðar og fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss. Lögmaður ferðamannanna vill ekki gefa upp nöfn þeirra en að hann segir málið vera á frumstigi. Ferðamennirnir hafi skrifað opið bréf þar sem þeir lýsa atvikum og segir Helgi að um sé að ræða gáleysi sem geti leitt til bótaskyldu fyrirtækisins. Lögregla rannsakar nú málið en fleiri ferðamenn hyggjast leita réttar síns vegna þess. Nokkrir ferðamenn hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum, og sagði Lilja í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni að fyrirtækið bæri ábyrgð á því tjóni sem fólkið hefði orðið fyrir. Of snemmt væri þó að segja til um hvort einhverjir myndu höfða mál.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25