Hélt að risa trukkur hefði keyrt á Ráðhús Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2020 19:15 Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira