Ingibjörg í toppstandi á níræðisaldri: Gengur allt, fer mikið í ræktina og komin með kærasta Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 10:30 Ingibjörg er í fantaformi á níræðisaldri. Ingibjörg Leifsdóttir fyrrverandi læknaritari er orðin 81 árs en er nýbyrjuð í World Class á fullu og gefur líkamsræktin henni mikið. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fór Vala Matt og heimsótti þessa ótrúlegu kjarnakonu sem hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en gefst aldrei upp. Hún á tvö uppkomin börn og fjölda barnabarna. En hver er lykillinn að hennar langlífi og góðri heilsu? „Ég er búin að hreyfa mig allt mitt líf og einhvern veginn finnst mér ávinningur af því að hreyfa sig. Svo er svo gaman að fara í líkamsræktina og það er fullt af fólki að gera saman hlutinn. Þetta ýtir svo á mann og maður verður svo áhugasamur,“ segir Ingibjörg. „Mér líður mjög vel þegar ég er búin að þessu öllu og mér finnst þetta það besta sem ég hef fundið upp á. Núna er ég að hugsa aftur í tímann og hvað var ég eiginlega að gera? Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr. Það er aldrei of seint að byrja í hverju sem þú ert að gera.“ Gengið á sjö fjöll Ingibjörg hefur alla tíð gengið mikið og aldrei átt bíl. „Ég bý á þeim stað þar sem ég þarf ekki á bíl að halda, en strætó er alltaf til taks en ég get gengið um allt. Svo er ég búin að ganga á sjö fjöll og er bara stórlega ánægð með það.“ Ingibjörg er komin með nýjan kærasta. „Við skulum nú ekkert vera minnast á það en mér finnst það bara gaman. Mér finnst það bara voða gaman en ég ætla ekkert að tala sérstaklega um hann. Það er bara svo gaman að hafa félaga.“ Ingibjörg og kærastinn búa ekki saman. „Það borgar sig ekkert annað þegar maður er komin á þennan aldur. Það þarf ekki nema annað deyi þá er maður á kalda klakanum aftur. Það er gott að eiga sitt heimili og vera sjálfstæður.“ Eldri borgarar Heilsa Ísland í dag Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Ingibjörg Leifsdóttir fyrrverandi læknaritari er orðin 81 árs en er nýbyrjuð í World Class á fullu og gefur líkamsræktin henni mikið. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fór Vala Matt og heimsótti þessa ótrúlegu kjarnakonu sem hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en gefst aldrei upp. Hún á tvö uppkomin börn og fjölda barnabarna. En hver er lykillinn að hennar langlífi og góðri heilsu? „Ég er búin að hreyfa mig allt mitt líf og einhvern veginn finnst mér ávinningur af því að hreyfa sig. Svo er svo gaman að fara í líkamsræktina og það er fullt af fólki að gera saman hlutinn. Þetta ýtir svo á mann og maður verður svo áhugasamur,“ segir Ingibjörg. „Mér líður mjög vel þegar ég er búin að þessu öllu og mér finnst þetta það besta sem ég hef fundið upp á. Núna er ég að hugsa aftur í tímann og hvað var ég eiginlega að gera? Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr. Það er aldrei of seint að byrja í hverju sem þú ert að gera.“ Gengið á sjö fjöll Ingibjörg hefur alla tíð gengið mikið og aldrei átt bíl. „Ég bý á þeim stað þar sem ég þarf ekki á bíl að halda, en strætó er alltaf til taks en ég get gengið um allt. Svo er ég búin að ganga á sjö fjöll og er bara stórlega ánægð með það.“ Ingibjörg er komin með nýjan kærasta. „Við skulum nú ekkert vera minnast á það en mér finnst það bara gaman. Mér finnst það bara voða gaman en ég ætla ekkert að tala sérstaklega um hann. Það er bara svo gaman að hafa félaga.“ Ingibjörg og kærastinn búa ekki saman. „Það borgar sig ekkert annað þegar maður er komin á þennan aldur. Það þarf ekki nema annað deyi þá er maður á kalda klakanum aftur. Það er gott að eiga sitt heimili og vera sjálfstæður.“
Eldri borgarar Heilsa Ísland í dag Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira