Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 07:52 Frá virkjun HS Orku í Svartsengi þar sem heita vatnið sem HS Veitur dreifa til sveitarfélaga á Suðurnesjum er hitað upp. vísir/arnar Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag og rætt við Júlíus Jón Jónsson, forstjóra HS Veitna, en fyrirtækið á og rekur dreifikerfi fyrir heitt vatn í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum auk þess sem það sér einnig Grindvík, Garði, Reykjanesbæ og flugstöðvarsvæðinu fyrir ferskvatni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenjulegt landris er í Eldvörupum og Svartsengi en aðalvatnstökusvæði HS Veitna er í gjá í hrauninu Lágum sem er um þrjá kílómetra norður af Svartsengi. Er ferskvatninu síðan dælt á Svartsengi þar sem það er hitað upp með jarðhitagufu. „Það er helst heita vatnið sem við óttumst. Vandinn er ekki eins mikill ef kalda vatnið færi því við getum nálgast það úr öðrum vatnsbólum skammt frá. Það yrðu þó vissulega truflanir til skamms tíma. Enn sem komið er eru engar áætlanir uppi um hvernig við leysum vandann ef framleiðsla í Svartsengi myndi stöðvast,“ segir Júlíus í samtali við Fréttablaðið. Erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun Hann leggur þó mikla áherslu á að rétt sé að halda ró sinni þar sem mjög litlar líkur eru á því að allt fari á versta veg og ekki verði hægt að halda uppi framleiðslunni í Svartsengi. Það þurfi þá að ræða möguleg viðbrögð við slíkum hamförum. Erfitt sé að vera undirbúinn undir allar sviðsmyndir og þá þurfi einnig að hafa í huga hversu langt sé réttlætanlegt að ganga í slíkum undirbúningi að sögn Júlíusar. „Það er erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun sem væri til taks ef allt færi á versta veg,“ segir hann. Í tilkynningu á heimasíðu HS Veitna í gær kom fram að fyrirtækið væri að skoða hvaða afleiðingar það hefði á þjónustu fyrirtækisins ef jarðhræringarnar verða meiri en nú er. „Í upphafi er rétt að geta þess að mjög ólíklegt er að tjón verði á dreifikerfum HS Veitna sem leiði til takmarkana á þjónustu. HS Veitur treysta hinsvegar á afhendingu á heitu og köldu vatni frá HS Orku og síðan raforku frá Landsneti og þar eru stóru spurningarnar. Möguleikarnir eru vissulega óteljandi, í allra versta falli verður gos sem veldur (verulegu) tjóni á orkuveri HS Orku. Gerðist það, sem reyndar verður að teljast mjög ólíklegt, verða óhjákvæmilega verulegir erfiðleikar á orkuafhendingu á svæðinu. Miklu líklegra er, ef yfirleitt verður gos, að til einhverra skemmda gæti komið á vatnslögnum og rafstrengjum en viðgerðir á slíkum skemmdum ættu ekki að vera stórmál,“ segir á vef HS Veitna þar sem lesa má nánar um málið. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag og rætt við Júlíus Jón Jónsson, forstjóra HS Veitna, en fyrirtækið á og rekur dreifikerfi fyrir heitt vatn í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum auk þess sem það sér einnig Grindvík, Garði, Reykjanesbæ og flugstöðvarsvæðinu fyrir ferskvatni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenjulegt landris er í Eldvörupum og Svartsengi en aðalvatnstökusvæði HS Veitna er í gjá í hrauninu Lágum sem er um þrjá kílómetra norður af Svartsengi. Er ferskvatninu síðan dælt á Svartsengi þar sem það er hitað upp með jarðhitagufu. „Það er helst heita vatnið sem við óttumst. Vandinn er ekki eins mikill ef kalda vatnið færi því við getum nálgast það úr öðrum vatnsbólum skammt frá. Það yrðu þó vissulega truflanir til skamms tíma. Enn sem komið er eru engar áætlanir uppi um hvernig við leysum vandann ef framleiðsla í Svartsengi myndi stöðvast,“ segir Júlíus í samtali við Fréttablaðið. Erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun Hann leggur þó mikla áherslu á að rétt sé að halda ró sinni þar sem mjög litlar líkur eru á því að allt fari á versta veg og ekki verði hægt að halda uppi framleiðslunni í Svartsengi. Það þurfi þá að ræða möguleg viðbrögð við slíkum hamförum. Erfitt sé að vera undirbúinn undir allar sviðsmyndir og þá þurfi einnig að hafa í huga hversu langt sé réttlætanlegt að ganga í slíkum undirbúningi að sögn Júlíusar. „Það er erfitt að réttlæta útgjöld í aðra varavirkjun sem væri til taks ef allt færi á versta veg,“ segir hann. Í tilkynningu á heimasíðu HS Veitna í gær kom fram að fyrirtækið væri að skoða hvaða afleiðingar það hefði á þjónustu fyrirtækisins ef jarðhræringarnar verða meiri en nú er. „Í upphafi er rétt að geta þess að mjög ólíklegt er að tjón verði á dreifikerfum HS Veitna sem leiði til takmarkana á þjónustu. HS Veitur treysta hinsvegar á afhendingu á heitu og köldu vatni frá HS Orku og síðan raforku frá Landsneti og þar eru stóru spurningarnar. Möguleikarnir eru vissulega óteljandi, í allra versta falli verður gos sem veldur (verulegu) tjóni á orkuveri HS Orku. Gerðist það, sem reyndar verður að teljast mjög ólíklegt, verða óhjákvæmilega verulegir erfiðleikar á orkuafhendingu á svæðinu. Miklu líklegra er, ef yfirleitt verður gos, að til einhverra skemmda gæti komið á vatnslögnum og rafstrengjum en viðgerðir á slíkum skemmdum ættu ekki að vera stórmál,“ segir á vef HS Veitna þar sem lesa má nánar um málið.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15