Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2020 23:15 Til stóð að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Nú hefur Hafnarfjarðarbær fallist á ósk Vegagerðarinnar um að endurskoða aðalskipulagið. Stöð 2/Einar Árnason. Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07
Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00