3.650 prósenta hækkun á kolefnissköttum nauðsynleg Ásdís Nína Magnúsdóttir skrifar 28. janúar 2020 07:30 Mikil áhersla var lögð á kolefnisskatta á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (WEF) í vikunni sem leið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti ráðstefnugestum að Evrópusambandið stefni að því að kynna aðgerðir strax í lok þessa árs sem munu hindra innflutning á vörum frá löndum sem ekki verðleggja kolefnislosun heima fyrir í samræmi við staðla Evrópusambandsins. Þessar aðgerðir munu ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í dag er meðalskattur á kolefnislosun $2 fyrir hvert tonn af CO2. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sem gefin var út í desember síðastliðnum er áætlað að til þess að ná lágmarksmarkmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka meðalhitnun á plánetunni við 2℃ þyrfti skattur á kolefnislosun að verða $75 fyrir hvert tonn af CO2, það er 3650% hækkun. Það er því ljóst að hér er gríðarstór ytri kostnaður (e. externalized cost) sem fæst fyrirtæki taka ábyrgð á eins og stendur en það mun þurfa að breytast mjög hratt. Það gefur auga leið að þessar breytingar munu hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Það má segja að það sé lágmarks áhættustýring að byrja á því að fylgjast með og mæla kolefnislosun, sama hver stærð fyrirtækjanna er er. Climate Neutral Now Það er skiljanlegt að mörg fyrirtæki hafi ekki hugað að þessu áður og óttist aukna vinnu og útgjaldaliði. Hér ber að hafa í huga að það er samt sem áður betra að byrja sem fyrst. Þó ef til vill sé ekki mögulegt í fyrstu að gera mælingar á kolefnislosun á öllum sviðum reksturs fyrirtækisins er betra að gera það að hluta til frekar en að sleppa því, svo lengi sem það er gert á gagnsæjan og hreinskilinn hátt gagnvart viðskiptavinum og almenningi. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) brást við skorti á fjármagni og þekkingu fyrirtækja á loftslagsaðgerðum árið 2015 við undirritun Parísarsáttmálans og skóp verkefni sem kemur til móts við fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum. Verkefnið heitir Climate Neutral Now og er öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu, sama hvort um er að ræða fyrirtæki, íþróttafélög, skólar, stofnanir eða einstaka viðburði. Markmið verkefnisins eru einföld, að fá sem flesta til að byrja í fyrsta lagi að mæla kolefnislosun, í öðru lagi að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi kolefnisjafna þá óhjákvæmilegu losunarvalda sem eftir standa. Hugsjónin er að betra sé að fá sem flesta til þess að byrja að huga að þessum málum þó það sé ekki fullkomið í fyrstu heldur en að hafa örfáa aðila sem gera hlutina óaðfinnanlega. Það er ekki ósvipað mottói Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð - allt sem þú gerir hefur áhrif. Janúarráðstefna Festu verður haldin 30. janúar næstkomandi og nýtti Festa sér þekkingu Climate Neutral Now þegar kom að áætlun kolefnislosunar ráðstefnunnar. Við nýttum okkur þó innlend gögn í nokkrum flokkum sem áttu betur við en þau alþjóðlegu gögn sem Climate Neutral Now styðst við. Þegar kom að kolefnisjöfnun var tekin sú ákvörðun að kolefnisjafna þrefalt fyrir áætlaða losun ráðstefnunnar þar sem Festa vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð á Íslandi og ljóst er að metnaður þarf að aukast ef Ísland á að leggja sitt af mörkum við að halda hlýnun jarðar vel fyrir neðan 2℃. Kolefnisjöfnun Kolefnisjöfnun er mikilvæg forsenda þess að markmið Parísarsáttmálans náist, hins vegar kemur hún ekki í staðinn fyrir að dregið sé úr losun. Þegar kemur að kolefnisjöfnun eru til staðar íslensk verkefni, þ.e. Votlendissjóður og Kolviður, sem gera má ráð fyrir að flestir þekki til. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á erlendum verkefnum sem eru til fyrirmyndar og hafa þriðja aðila vottun fyrir að kolefnisjöfnunin sé raunveruleg og mælanleg. Mikilvægt er að þriðja aðila vottun tryggi auk þess að kolefnisjöfnunin sé hrein viðbót, þ.e. hefði ekki átt sér stað nema fyrir tilstuðlan fjármagns sem kemur af sölu kolefnisjöfnunarbréfa. Margir söluaðilar koma upp þegar leitað er að kolefnisjöfnun en þeir sem njóta hvað mestrar virðingar eru Gold Standard Carbon Offsets, Verra (Verified Carbon Standard) og UN Certified Emission Reduction. Kolefnisjöfnun er jafn gagnleg sama hvar hún á sér stað í heiminum og hafa sum erlend verkefni þann kost að stuðla einnig að framþróun samfélaga í þróunarlöndum. Það eru einmitt þessi mál og fleiri er varða samfélagsábyrgð fyrirtækja sem verða rædd á Janúarráðstefnu Festu næsta fimmtudag. Þar verður þekkingu deilt og reynslu miðlað í góðu andrúmslofti. Það eru nefnilega sameiginlegir hagsmunir okkar allra að það sé staðið vel að þessum málum. Höfundur er með MSc í alþjóðlegri sjálfbærni stjórnun, hefur starfað hjá Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og var hluti af skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skattar og tollar Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Mikil áhersla var lögð á kolefnisskatta á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (WEF) í vikunni sem leið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti ráðstefnugestum að Evrópusambandið stefni að því að kynna aðgerðir strax í lok þessa árs sem munu hindra innflutning á vörum frá löndum sem ekki verðleggja kolefnislosun heima fyrir í samræmi við staðla Evrópusambandsins. Þessar aðgerðir munu ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í dag er meðalskattur á kolefnislosun $2 fyrir hvert tonn af CO2. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sem gefin var út í desember síðastliðnum er áætlað að til þess að ná lágmarksmarkmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka meðalhitnun á plánetunni við 2℃ þyrfti skattur á kolefnislosun að verða $75 fyrir hvert tonn af CO2, það er 3650% hækkun. Það er því ljóst að hér er gríðarstór ytri kostnaður (e. externalized cost) sem fæst fyrirtæki taka ábyrgð á eins og stendur en það mun þurfa að breytast mjög hratt. Það gefur auga leið að þessar breytingar munu hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Það má segja að það sé lágmarks áhættustýring að byrja á því að fylgjast með og mæla kolefnislosun, sama hver stærð fyrirtækjanna er er. Climate Neutral Now Það er skiljanlegt að mörg fyrirtæki hafi ekki hugað að þessu áður og óttist aukna vinnu og útgjaldaliði. Hér ber að hafa í huga að það er samt sem áður betra að byrja sem fyrst. Þó ef til vill sé ekki mögulegt í fyrstu að gera mælingar á kolefnislosun á öllum sviðum reksturs fyrirtækisins er betra að gera það að hluta til frekar en að sleppa því, svo lengi sem það er gert á gagnsæjan og hreinskilinn hátt gagnvart viðskiptavinum og almenningi. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) brást við skorti á fjármagni og þekkingu fyrirtækja á loftslagsaðgerðum árið 2015 við undirritun Parísarsáttmálans og skóp verkefni sem kemur til móts við fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum. Verkefnið heitir Climate Neutral Now og er öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu, sama hvort um er að ræða fyrirtæki, íþróttafélög, skólar, stofnanir eða einstaka viðburði. Markmið verkefnisins eru einföld, að fá sem flesta til að byrja í fyrsta lagi að mæla kolefnislosun, í öðru lagi að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi kolefnisjafna þá óhjákvæmilegu losunarvalda sem eftir standa. Hugsjónin er að betra sé að fá sem flesta til þess að byrja að huga að þessum málum þó það sé ekki fullkomið í fyrstu heldur en að hafa örfáa aðila sem gera hlutina óaðfinnanlega. Það er ekki ósvipað mottói Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð - allt sem þú gerir hefur áhrif. Janúarráðstefna Festu verður haldin 30. janúar næstkomandi og nýtti Festa sér þekkingu Climate Neutral Now þegar kom að áætlun kolefnislosunar ráðstefnunnar. Við nýttum okkur þó innlend gögn í nokkrum flokkum sem áttu betur við en þau alþjóðlegu gögn sem Climate Neutral Now styðst við. Þegar kom að kolefnisjöfnun var tekin sú ákvörðun að kolefnisjafna þrefalt fyrir áætlaða losun ráðstefnunnar þar sem Festa vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð á Íslandi og ljóst er að metnaður þarf að aukast ef Ísland á að leggja sitt af mörkum við að halda hlýnun jarðar vel fyrir neðan 2℃. Kolefnisjöfnun Kolefnisjöfnun er mikilvæg forsenda þess að markmið Parísarsáttmálans náist, hins vegar kemur hún ekki í staðinn fyrir að dregið sé úr losun. Þegar kemur að kolefnisjöfnun eru til staðar íslensk verkefni, þ.e. Votlendissjóður og Kolviður, sem gera má ráð fyrir að flestir þekki til. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á erlendum verkefnum sem eru til fyrirmyndar og hafa þriðja aðila vottun fyrir að kolefnisjöfnunin sé raunveruleg og mælanleg. Mikilvægt er að þriðja aðila vottun tryggi auk þess að kolefnisjöfnunin sé hrein viðbót, þ.e. hefði ekki átt sér stað nema fyrir tilstuðlan fjármagns sem kemur af sölu kolefnisjöfnunarbréfa. Margir söluaðilar koma upp þegar leitað er að kolefnisjöfnun en þeir sem njóta hvað mestrar virðingar eru Gold Standard Carbon Offsets, Verra (Verified Carbon Standard) og UN Certified Emission Reduction. Kolefnisjöfnun er jafn gagnleg sama hvar hún á sér stað í heiminum og hafa sum erlend verkefni þann kost að stuðla einnig að framþróun samfélaga í þróunarlöndum. Það eru einmitt þessi mál og fleiri er varða samfélagsábyrgð fyrirtækja sem verða rædd á Janúarráðstefnu Festu næsta fimmtudag. Þar verður þekkingu deilt og reynslu miðlað í góðu andrúmslofti. Það eru nefnilega sameiginlegir hagsmunir okkar allra að það sé staðið vel að þessum málum. Höfundur er með MSc í alþjóðlegri sjálfbærni stjórnun, hefur starfað hjá Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og var hluti af skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun