3.650 prósenta hækkun á kolefnissköttum nauðsynleg Ásdís Nína Magnúsdóttir skrifar 28. janúar 2020 07:30 Mikil áhersla var lögð á kolefnisskatta á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (WEF) í vikunni sem leið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti ráðstefnugestum að Evrópusambandið stefni að því að kynna aðgerðir strax í lok þessa árs sem munu hindra innflutning á vörum frá löndum sem ekki verðleggja kolefnislosun heima fyrir í samræmi við staðla Evrópusambandsins. Þessar aðgerðir munu ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í dag er meðalskattur á kolefnislosun $2 fyrir hvert tonn af CO2. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sem gefin var út í desember síðastliðnum er áætlað að til þess að ná lágmarksmarkmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka meðalhitnun á plánetunni við 2℃ þyrfti skattur á kolefnislosun að verða $75 fyrir hvert tonn af CO2, það er 3650% hækkun. Það er því ljóst að hér er gríðarstór ytri kostnaður (e. externalized cost) sem fæst fyrirtæki taka ábyrgð á eins og stendur en það mun þurfa að breytast mjög hratt. Það gefur auga leið að þessar breytingar munu hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Það má segja að það sé lágmarks áhættustýring að byrja á því að fylgjast með og mæla kolefnislosun, sama hver stærð fyrirtækjanna er er. Climate Neutral Now Það er skiljanlegt að mörg fyrirtæki hafi ekki hugað að þessu áður og óttist aukna vinnu og útgjaldaliði. Hér ber að hafa í huga að það er samt sem áður betra að byrja sem fyrst. Þó ef til vill sé ekki mögulegt í fyrstu að gera mælingar á kolefnislosun á öllum sviðum reksturs fyrirtækisins er betra að gera það að hluta til frekar en að sleppa því, svo lengi sem það er gert á gagnsæjan og hreinskilinn hátt gagnvart viðskiptavinum og almenningi. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) brást við skorti á fjármagni og þekkingu fyrirtækja á loftslagsaðgerðum árið 2015 við undirritun Parísarsáttmálans og skóp verkefni sem kemur til móts við fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum. Verkefnið heitir Climate Neutral Now og er öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu, sama hvort um er að ræða fyrirtæki, íþróttafélög, skólar, stofnanir eða einstaka viðburði. Markmið verkefnisins eru einföld, að fá sem flesta til að byrja í fyrsta lagi að mæla kolefnislosun, í öðru lagi að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi kolefnisjafna þá óhjákvæmilegu losunarvalda sem eftir standa. Hugsjónin er að betra sé að fá sem flesta til þess að byrja að huga að þessum málum þó það sé ekki fullkomið í fyrstu heldur en að hafa örfáa aðila sem gera hlutina óaðfinnanlega. Það er ekki ósvipað mottói Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð - allt sem þú gerir hefur áhrif. Janúarráðstefna Festu verður haldin 30. janúar næstkomandi og nýtti Festa sér þekkingu Climate Neutral Now þegar kom að áætlun kolefnislosunar ráðstefnunnar. Við nýttum okkur þó innlend gögn í nokkrum flokkum sem áttu betur við en þau alþjóðlegu gögn sem Climate Neutral Now styðst við. Þegar kom að kolefnisjöfnun var tekin sú ákvörðun að kolefnisjafna þrefalt fyrir áætlaða losun ráðstefnunnar þar sem Festa vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð á Íslandi og ljóst er að metnaður þarf að aukast ef Ísland á að leggja sitt af mörkum við að halda hlýnun jarðar vel fyrir neðan 2℃. Kolefnisjöfnun Kolefnisjöfnun er mikilvæg forsenda þess að markmið Parísarsáttmálans náist, hins vegar kemur hún ekki í staðinn fyrir að dregið sé úr losun. Þegar kemur að kolefnisjöfnun eru til staðar íslensk verkefni, þ.e. Votlendissjóður og Kolviður, sem gera má ráð fyrir að flestir þekki til. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á erlendum verkefnum sem eru til fyrirmyndar og hafa þriðja aðila vottun fyrir að kolefnisjöfnunin sé raunveruleg og mælanleg. Mikilvægt er að þriðja aðila vottun tryggi auk þess að kolefnisjöfnunin sé hrein viðbót, þ.e. hefði ekki átt sér stað nema fyrir tilstuðlan fjármagns sem kemur af sölu kolefnisjöfnunarbréfa. Margir söluaðilar koma upp þegar leitað er að kolefnisjöfnun en þeir sem njóta hvað mestrar virðingar eru Gold Standard Carbon Offsets, Verra (Verified Carbon Standard) og UN Certified Emission Reduction. Kolefnisjöfnun er jafn gagnleg sama hvar hún á sér stað í heiminum og hafa sum erlend verkefni þann kost að stuðla einnig að framþróun samfélaga í þróunarlöndum. Það eru einmitt þessi mál og fleiri er varða samfélagsábyrgð fyrirtækja sem verða rædd á Janúarráðstefnu Festu næsta fimmtudag. Þar verður þekkingu deilt og reynslu miðlað í góðu andrúmslofti. Það eru nefnilega sameiginlegir hagsmunir okkar allra að það sé staðið vel að þessum málum. Höfundur er með MSc í alþjóðlegri sjálfbærni stjórnun, hefur starfað hjá Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og var hluti af skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skattar og tollar Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Mikil áhersla var lögð á kolefnisskatta á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (WEF) í vikunni sem leið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti ráðstefnugestum að Evrópusambandið stefni að því að kynna aðgerðir strax í lok þessa árs sem munu hindra innflutning á vörum frá löndum sem ekki verðleggja kolefnislosun heima fyrir í samræmi við staðla Evrópusambandsins. Þessar aðgerðir munu ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í dag er meðalskattur á kolefnislosun $2 fyrir hvert tonn af CO2. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sem gefin var út í desember síðastliðnum er áætlað að til þess að ná lágmarksmarkmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka meðalhitnun á plánetunni við 2℃ þyrfti skattur á kolefnislosun að verða $75 fyrir hvert tonn af CO2, það er 3650% hækkun. Það er því ljóst að hér er gríðarstór ytri kostnaður (e. externalized cost) sem fæst fyrirtæki taka ábyrgð á eins og stendur en það mun þurfa að breytast mjög hratt. Það gefur auga leið að þessar breytingar munu hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Það má segja að það sé lágmarks áhættustýring að byrja á því að fylgjast með og mæla kolefnislosun, sama hver stærð fyrirtækjanna er er. Climate Neutral Now Það er skiljanlegt að mörg fyrirtæki hafi ekki hugað að þessu áður og óttist aukna vinnu og útgjaldaliði. Hér ber að hafa í huga að það er samt sem áður betra að byrja sem fyrst. Þó ef til vill sé ekki mögulegt í fyrstu að gera mælingar á kolefnislosun á öllum sviðum reksturs fyrirtækisins er betra að gera það að hluta til frekar en að sleppa því, svo lengi sem það er gert á gagnsæjan og hreinskilinn hátt gagnvart viðskiptavinum og almenningi. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) brást við skorti á fjármagni og þekkingu fyrirtækja á loftslagsaðgerðum árið 2015 við undirritun Parísarsáttmálans og skóp verkefni sem kemur til móts við fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum. Verkefnið heitir Climate Neutral Now og er öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu, sama hvort um er að ræða fyrirtæki, íþróttafélög, skólar, stofnanir eða einstaka viðburði. Markmið verkefnisins eru einföld, að fá sem flesta til að byrja í fyrsta lagi að mæla kolefnislosun, í öðru lagi að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi kolefnisjafna þá óhjákvæmilegu losunarvalda sem eftir standa. Hugsjónin er að betra sé að fá sem flesta til þess að byrja að huga að þessum málum þó það sé ekki fullkomið í fyrstu heldur en að hafa örfáa aðila sem gera hlutina óaðfinnanlega. Það er ekki ósvipað mottói Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð - allt sem þú gerir hefur áhrif. Janúarráðstefna Festu verður haldin 30. janúar næstkomandi og nýtti Festa sér þekkingu Climate Neutral Now þegar kom að áætlun kolefnislosunar ráðstefnunnar. Við nýttum okkur þó innlend gögn í nokkrum flokkum sem áttu betur við en þau alþjóðlegu gögn sem Climate Neutral Now styðst við. Þegar kom að kolefnisjöfnun var tekin sú ákvörðun að kolefnisjafna þrefalt fyrir áætlaða losun ráðstefnunnar þar sem Festa vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð á Íslandi og ljóst er að metnaður þarf að aukast ef Ísland á að leggja sitt af mörkum við að halda hlýnun jarðar vel fyrir neðan 2℃. Kolefnisjöfnun Kolefnisjöfnun er mikilvæg forsenda þess að markmið Parísarsáttmálans náist, hins vegar kemur hún ekki í staðinn fyrir að dregið sé úr losun. Þegar kemur að kolefnisjöfnun eru til staðar íslensk verkefni, þ.e. Votlendissjóður og Kolviður, sem gera má ráð fyrir að flestir þekki til. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á erlendum verkefnum sem eru til fyrirmyndar og hafa þriðja aðila vottun fyrir að kolefnisjöfnunin sé raunveruleg og mælanleg. Mikilvægt er að þriðja aðila vottun tryggi auk þess að kolefnisjöfnunin sé hrein viðbót, þ.e. hefði ekki átt sér stað nema fyrir tilstuðlan fjármagns sem kemur af sölu kolefnisjöfnunarbréfa. Margir söluaðilar koma upp þegar leitað er að kolefnisjöfnun en þeir sem njóta hvað mestrar virðingar eru Gold Standard Carbon Offsets, Verra (Verified Carbon Standard) og UN Certified Emission Reduction. Kolefnisjöfnun er jafn gagnleg sama hvar hún á sér stað í heiminum og hafa sum erlend verkefni þann kost að stuðla einnig að framþróun samfélaga í þróunarlöndum. Það eru einmitt þessi mál og fleiri er varða samfélagsábyrgð fyrirtækja sem verða rædd á Janúarráðstefnu Festu næsta fimmtudag. Þar verður þekkingu deilt og reynslu miðlað í góðu andrúmslofti. Það eru nefnilega sameiginlegir hagsmunir okkar allra að það sé staðið vel að þessum málum. Höfundur er með MSc í alþjóðlegri sjálfbærni stjórnun, hefur starfað hjá Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og var hluti af skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar