Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 17:45 Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Sjá meira
Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.
Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Sjá meira