Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 17:45 Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.
Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira