Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2020 10:50 John Bolton er nú sagður tilbúinn að bera vitni í rannsókn og réttarhöldum þingsins yfir Trump forseta. Vísir/EPA Demókratar krefjast þess að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, verði kallaður til að bera vitni í réttarhöldum yfir forsetanum vegna fullyrðinga hans um að Trump hafi tengt hernaðaraðstoð til Úkraínu við pólitískar rannsóknir sem hann sóttist eftir. Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi í september, bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld. Forsetinn er meðal annars sakaður um að hafa misnota vald sitt til að fá stjórnvöld í Kænugarði til að hefja rannsóknir á pólitískum keppninauti hans. Lögmaður Bolton lét þó í veðri vaka að Bolton hefði upplýsingar um ýmislegt sem ekki hefði komið fram við rannsóknina. Hann væri tilbúinn að bera vitni yrði honum stefnt til þess. Í drögum að bók sem Bolton hefur skrifað um reynslu sína í Hvíta húsinu kemur fram að Trump forseti hafi sagt honum að hann vildi halda áfram að frysta hátt í 400 milljón dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu þangað til að stjórnvöld þar hæfu rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í kosningum á þessu ári. Trump og verjendur hans hafa fram að þessu fullyrt að engin slík „kaup kaups“ hafi verið í spilunum í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld. Hernaðaraðstoðin sem forsetinn lét frysta í fyrra hefði ekkert haft með rannsóknir á pólitískum andstæðingum hans að gera. Núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump báru vitni í rannsókn þingsins um að þeir teldu að hernaðaraðstoðin og fundur í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir hefði verið skilyrtur við pólitísku rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir. Fullyrðingar Bolton í bókinni sem enn er ekki komin út eru þær fyrstu sem bendla Trump sjálfan við það persónulega. Trump og Bolton skildu ekki í góðu í september. Forsetinn sagðist hafa rekið þjóðaröryggisrágjafann en Bolton sagðist hafa hætt.Vísir/Getty Sagður tilbúinn að bera vitni New York Times segir að Bolton hafi sent Hvíta húsinu drög að bókinni til umsagnar sem núverandi og fyrrverandi embættismenn sem skrifa bækur um reynslu sína þurfa að gangast undir. Hvíta húsið geti mögulega komið í veg fyrir birtingu bókarinnar eða látið fjarlægja efni úr henni. Bolton er nú sagður hafa hug á því að bera vitni um það sem hann varð áskynja í starfi sínu og tengdist þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Hann er meðal annars sagður óttast að ef lýsing hans á Úkraínumálinu kemur ekki fram fyrr en eftir að réttarhöldum öldungadeildar þingsins lýkur verði hann sakaður um að hafa legið á henni til þess að selja bók sína. Útlit er fyrir að réttarhöldunum yfir Trump vegna embættisbrota gæti lokið þegar í þessari viku. Fátt er sagt benda til þess að Repúblikanaflokkur Trump eigi eftir að fallast á að kalla til ný vitni eða leyfa að frekari gögn verði lögð fram. Hvíta húsið hefur komið í veg fyrir að háttsettir embættismenn beri vitni og hafnað að afhenda skjöl sem tengjast samskiptunum við Úkraínu. „Réttarhöld öldungadeildarinnar verða að sækjast eftir öllum sannleikanum og herra Bolton hefur þýðingarmiklar upplýsingar. Það er engin verjanleg ástæða til þess að bíða þar til þess bók verður gefin út þegar upplýsingarnar sem hann býr yfir hafa lykilþýðingu fyrir mikilvægustu ákvörðunina sem öldungadeildarþingmenn þurfa að taka, hvort þeir eigi að sakfella forsetann fyrir embættisbrot,“ sögðu saksóknarar fulltrúadeildarinnar í sameiginlegri yfirlýsingu. Trump svaraði fréttunum af fullyrðingu Bolton á Twitter og neitaði að hafa nokkru sinni sagt ráðgjafanum að hernaðaraðstoðin væri tengd rannsóknunum. Bolton hafi ekki kvartað undan því þegar hann lét af störfum í haust. „Ef John Bolton sagði þetta var það bara til að selja bók,“ tísti forsetinn. I NEVER told John Bolton that the aid to Ukraine was tied to investigations into Democrats, including the Bidens. In fact, he never complained about this at the time of his very public termination. If John Bolton said this, it was only to sell a book. With that being said, the...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2020 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Demókratar krefjast þess að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, verði kallaður til að bera vitni í réttarhöldum yfir forsetanum vegna fullyrðinga hans um að Trump hafi tengt hernaðaraðstoð til Úkraínu við pólitískar rannsóknir sem hann sóttist eftir. Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi í september, bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld. Forsetinn er meðal annars sakaður um að hafa misnota vald sitt til að fá stjórnvöld í Kænugarði til að hefja rannsóknir á pólitískum keppninauti hans. Lögmaður Bolton lét þó í veðri vaka að Bolton hefði upplýsingar um ýmislegt sem ekki hefði komið fram við rannsóknina. Hann væri tilbúinn að bera vitni yrði honum stefnt til þess. Í drögum að bók sem Bolton hefur skrifað um reynslu sína í Hvíta húsinu kemur fram að Trump forseti hafi sagt honum að hann vildi halda áfram að frysta hátt í 400 milljón dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu þangað til að stjórnvöld þar hæfu rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í kosningum á þessu ári. Trump og verjendur hans hafa fram að þessu fullyrt að engin slík „kaup kaups“ hafi verið í spilunum í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld. Hernaðaraðstoðin sem forsetinn lét frysta í fyrra hefði ekkert haft með rannsóknir á pólitískum andstæðingum hans að gera. Núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump báru vitni í rannsókn þingsins um að þeir teldu að hernaðaraðstoðin og fundur í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir hefði verið skilyrtur við pólitísku rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir. Fullyrðingar Bolton í bókinni sem enn er ekki komin út eru þær fyrstu sem bendla Trump sjálfan við það persónulega. Trump og Bolton skildu ekki í góðu í september. Forsetinn sagðist hafa rekið þjóðaröryggisrágjafann en Bolton sagðist hafa hætt.Vísir/Getty Sagður tilbúinn að bera vitni New York Times segir að Bolton hafi sent Hvíta húsinu drög að bókinni til umsagnar sem núverandi og fyrrverandi embættismenn sem skrifa bækur um reynslu sína þurfa að gangast undir. Hvíta húsið geti mögulega komið í veg fyrir birtingu bókarinnar eða látið fjarlægja efni úr henni. Bolton er nú sagður hafa hug á því að bera vitni um það sem hann varð áskynja í starfi sínu og tengdist þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Hann er meðal annars sagður óttast að ef lýsing hans á Úkraínumálinu kemur ekki fram fyrr en eftir að réttarhöldum öldungadeildar þingsins lýkur verði hann sakaður um að hafa legið á henni til þess að selja bók sína. Útlit er fyrir að réttarhöldunum yfir Trump vegna embættisbrota gæti lokið þegar í þessari viku. Fátt er sagt benda til þess að Repúblikanaflokkur Trump eigi eftir að fallast á að kalla til ný vitni eða leyfa að frekari gögn verði lögð fram. Hvíta húsið hefur komið í veg fyrir að háttsettir embættismenn beri vitni og hafnað að afhenda skjöl sem tengjast samskiptunum við Úkraínu. „Réttarhöld öldungadeildarinnar verða að sækjast eftir öllum sannleikanum og herra Bolton hefur þýðingarmiklar upplýsingar. Það er engin verjanleg ástæða til þess að bíða þar til þess bók verður gefin út þegar upplýsingarnar sem hann býr yfir hafa lykilþýðingu fyrir mikilvægustu ákvörðunina sem öldungadeildarþingmenn þurfa að taka, hvort þeir eigi að sakfella forsetann fyrir embættisbrot,“ sögðu saksóknarar fulltrúadeildarinnar í sameiginlegri yfirlýsingu. Trump svaraði fréttunum af fullyrðingu Bolton á Twitter og neitaði að hafa nokkru sinni sagt ráðgjafanum að hernaðaraðstoðin væri tengd rannsóknunum. Bolton hafi ekki kvartað undan því þegar hann lét af störfum í haust. „Ef John Bolton sagði þetta var það bara til að selja bók,“ tísti forsetinn. I NEVER told John Bolton that the aid to Ukraine was tied to investigations into Democrats, including the Bidens. In fact, he never complained about this at the time of his very public termination. If John Bolton said this, it was only to sell a book. With that being said, the...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2020
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira