Risavél Boeing hélt í sitt fyrsta flug Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 21:00 Frá Paine Field fyrr í kvöld. Getty Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira