Vetrarfærð í flestum landshlutum Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 06:30 Vindur er 15-25 m/s og hvassast um landið norðvestanvert. Austantil á landinu er léttskýjað og éljagangur. Vegagerðin Vetrarfærð er í flestum hlutum landsins og er slæmt ferðaveður um vestan- og norðvestanvert landið. Vindur er 15-25 m/s og hvassast um landið norðvestanvert. Austantil á landinu er léttskýjað og éljagangur. Draga mun úr vindi í nótt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, og er spáð breytilegri átt, 3-10 m/s á morgun. Létta á til þegar líður á morgundaginn. Undir annað kvöld á þó að bæta í vind aftur og snjóa. Snjóþekja og stórhríð er á Hellisheiði og er varað við dimmum éljum fyrri hluta dagsins. Þá segir Vegagerðin að mögulegt væri að heiðinni og Þrengslum yrði lokað með stuttum fyrirvara. Þröskuldar eru ófærir og það sama gildir um Klettsháls og Hálfdán. Óvissustig er á Súðavíkurhlíð þar sem veginum hefur verið lokað. Þá er slæmt ferðaveður á milli Akureyrar og Húsavíkur og Akureyrar og Mývatns. Mjög hvasst er á svæðinu og blindhríð. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og dálítil él, en þurrt austanlands. Frost 0 til 5 stig. Seinnipartinn gengur í austan 10-18 með snjókomu og síðar slyddu á sunnanverðu landinu og hægt hlýnandi veðri. Á laugardag: Hvöss austlæg átt og snjókoma, en slydda eða rigning sunnantil. Snýst í hægari suðlæga átt eftir hádegi. Frost 0 til 3 stig, en hiti að 4 stigum við suðurströndina. Á sunnudag: Breytileg átt, víða 5-10 m/s, og dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig. Á mánudag: Suðaustlæg átt, bjartviðri en stöku él. Frost um land allt. Hvessir af austri syðst um kvöldið. Á þriðjudag: Stíf austlæg átt og él, en úrkomulítið vestantil. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga norðaustlæga átt og bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Frost um allt land. Yfirlit: Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða slæmt ferðaveður um vestan og norðvestanvert landið. Upplýsingasíminn 1777 er opinn frá klukkan 06:30 – 22:00 alla daga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 23, 2020 Samgöngur Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vetrarfærð er í flestum hlutum landsins og er slæmt ferðaveður um vestan- og norðvestanvert landið. Vindur er 15-25 m/s og hvassast um landið norðvestanvert. Austantil á landinu er léttskýjað og éljagangur. Draga mun úr vindi í nótt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, og er spáð breytilegri átt, 3-10 m/s á morgun. Létta á til þegar líður á morgundaginn. Undir annað kvöld á þó að bæta í vind aftur og snjóa. Snjóþekja og stórhríð er á Hellisheiði og er varað við dimmum éljum fyrri hluta dagsins. Þá segir Vegagerðin að mögulegt væri að heiðinni og Þrengslum yrði lokað með stuttum fyrirvara. Þröskuldar eru ófærir og það sama gildir um Klettsháls og Hálfdán. Óvissustig er á Súðavíkurhlíð þar sem veginum hefur verið lokað. Þá er slæmt ferðaveður á milli Akureyrar og Húsavíkur og Akureyrar og Mývatns. Mjög hvasst er á svæðinu og blindhríð. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og dálítil él, en þurrt austanlands. Frost 0 til 5 stig. Seinnipartinn gengur í austan 10-18 með snjókomu og síðar slyddu á sunnanverðu landinu og hægt hlýnandi veðri. Á laugardag: Hvöss austlæg átt og snjókoma, en slydda eða rigning sunnantil. Snýst í hægari suðlæga átt eftir hádegi. Frost 0 til 3 stig, en hiti að 4 stigum við suðurströndina. Á sunnudag: Breytileg átt, víða 5-10 m/s, og dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig. Á mánudag: Suðaustlæg átt, bjartviðri en stöku él. Frost um land allt. Hvessir af austri syðst um kvöldið. Á þriðjudag: Stíf austlæg átt og él, en úrkomulítið vestantil. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga norðaustlæga átt og bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Frost um allt land. Yfirlit: Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða slæmt ferðaveður um vestan og norðvestanvert landið. Upplýsingasíminn 1777 er opinn frá klukkan 06:30 – 22:00 alla daga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 23, 2020
Samgöngur Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira