Hyggjast stofna starfshóp um ræktun iðnaðarhamps Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:32 Ráðherrarnir tveir hafa rætt málið sín á milli og vonast til að geta myndað starfshóp í þessari viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur. Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur.
Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira