Sýknudómur í máli Björgólfs og Gunnars staðfestur í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 12:29 Björgólfur Guðmundsson í viðtali árið 2006 þegar íslensku bankarnir vöktu mikla athygli erlendis. Getty Images/Graham Barclay Áfrýjunardómstóll í París í Frakklandi hefur staðfest niðurstöðu undirréttar þar í landi og sýknað Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmann bankans í Lúxemborg, af ákæru um að hafa blekkt hundruð manna til að taka veðlán hjá Landsbankanum. Fjallað er um málið í frönskum miðlum en Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Björgólfur var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum, flest árið 2007. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Ákæra var gefin út í september 2015. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Alls voru níu ákærðir í málinu en allir sýknaðir í undirrétti í ágúst 2017. Sá dómur hefur nú verið staðfestur fyrir áfrýjunardómstólnum. Gunnar segist í samtali við Mbl.is fegin að þessari sneypuför sé lokið. Félix de Belloy, lögmaður Björgólfs, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að réttlætinu hefði í annað skipti verið fullnægt. Málið hefði verið byggt á vafasömum grundvelli. Olivier Baratelli, verjandi eins af hinum sjö sem ákærðir voru, gerði grín að söngvaranum Enrico Macias eftir að dómur var fallinn. Macias veðsetti húsið sitt fyrir 35 milljónir evra í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Hann þarf að greiða þrotabúi Landsbankans 30 milljónir evra. „Macias hefur sungið síðustu laglínuna,“ sagði Baratelli sem vill meina að söngvarinn hafi gefið hópnum sem leitaði réttar síns falskar vonir. Dómsmál Frakkland Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24 „Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í París í Frakklandi hefur staðfest niðurstöðu undirréttar þar í landi og sýknað Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmann bankans í Lúxemborg, af ákæru um að hafa blekkt hundruð manna til að taka veðlán hjá Landsbankanum. Fjallað er um málið í frönskum miðlum en Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Björgólfur var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum, flest árið 2007. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Ákæra var gefin út í september 2015. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Alls voru níu ákærðir í málinu en allir sýknaðir í undirrétti í ágúst 2017. Sá dómur hefur nú verið staðfestur fyrir áfrýjunardómstólnum. Gunnar segist í samtali við Mbl.is fegin að þessari sneypuför sé lokið. Félix de Belloy, lögmaður Björgólfs, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að réttlætinu hefði í annað skipti verið fullnægt. Málið hefði verið byggt á vafasömum grundvelli. Olivier Baratelli, verjandi eins af hinum sjö sem ákærðir voru, gerði grín að söngvaranum Enrico Macias eftir að dómur var fallinn. Macias veðsetti húsið sitt fyrir 35 milljónir evra í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Hann þarf að greiða þrotabúi Landsbankans 30 milljónir evra. „Macias hefur sungið síðustu laglínuna,“ sagði Baratelli sem vill meina að söngvarinn hafi gefið hópnum sem leitaði réttar síns falskar vonir.
Dómsmál Frakkland Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24 „Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira
Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24
„Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43
Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45
Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00