Sýknudómur í máli Björgólfs og Gunnars staðfestur í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 12:29 Björgólfur Guðmundsson í viðtali árið 2006 þegar íslensku bankarnir vöktu mikla athygli erlendis. Getty Images/Graham Barclay Áfrýjunardómstóll í París í Frakklandi hefur staðfest niðurstöðu undirréttar þar í landi og sýknað Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmann bankans í Lúxemborg, af ákæru um að hafa blekkt hundruð manna til að taka veðlán hjá Landsbankanum. Fjallað er um málið í frönskum miðlum en Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Björgólfur var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum, flest árið 2007. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Ákæra var gefin út í september 2015. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Alls voru níu ákærðir í málinu en allir sýknaðir í undirrétti í ágúst 2017. Sá dómur hefur nú verið staðfestur fyrir áfrýjunardómstólnum. Gunnar segist í samtali við Mbl.is fegin að þessari sneypuför sé lokið. Félix de Belloy, lögmaður Björgólfs, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að réttlætinu hefði í annað skipti verið fullnægt. Málið hefði verið byggt á vafasömum grundvelli. Olivier Baratelli, verjandi eins af hinum sjö sem ákærðir voru, gerði grín að söngvaranum Enrico Macias eftir að dómur var fallinn. Macias veðsetti húsið sitt fyrir 35 milljónir evra í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Hann þarf að greiða þrotabúi Landsbankans 30 milljónir evra. „Macias hefur sungið síðustu laglínuna,“ sagði Baratelli sem vill meina að söngvarinn hafi gefið hópnum sem leitaði réttar síns falskar vonir. Dómsmál Frakkland Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24 „Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í París í Frakklandi hefur staðfest niðurstöðu undirréttar þar í landi og sýknað Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmann bankans í Lúxemborg, af ákæru um að hafa blekkt hundruð manna til að taka veðlán hjá Landsbankanum. Fjallað er um málið í frönskum miðlum en Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Björgólfur var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum, flest árið 2007. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Ákæra var gefin út í september 2015. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Alls voru níu ákærðir í málinu en allir sýknaðir í undirrétti í ágúst 2017. Sá dómur hefur nú verið staðfestur fyrir áfrýjunardómstólnum. Gunnar segist í samtali við Mbl.is fegin að þessari sneypuför sé lokið. Félix de Belloy, lögmaður Björgólfs, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að réttlætinu hefði í annað skipti verið fullnægt. Málið hefði verið byggt á vafasömum grundvelli. Olivier Baratelli, verjandi eins af hinum sjö sem ákærðir voru, gerði grín að söngvaranum Enrico Macias eftir að dómur var fallinn. Macias veðsetti húsið sitt fyrir 35 milljónir evra í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Hann þarf að greiða þrotabúi Landsbankans 30 milljónir evra. „Macias hefur sungið síðustu laglínuna,“ sagði Baratelli sem vill meina að söngvarinn hafi gefið hópnum sem leitaði réttar síns falskar vonir.
Dómsmál Frakkland Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24 „Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24
„Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43
Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45
Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00