SAS stöðvar ferðir til Kína Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2020 12:52 SAS býður upp á ferðir til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking. Getty Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. Er þetta gert vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. DR segir frá því að ferðum SAS til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking verði aflýst, dagana 31. janúar til 9. febrúar. Verði svo síðar tekin ákvörðun hvort að tímabilið verði framlengt. SAS hefur flogið til og frá borgunum sex sinnum í viku. „Við fljúgum þangað í kvöld og heim í fyrramálið, en eftir það verður lokað á allar ferðir,“ segir Kristian de Place Gamborg Hansen, starfandi upplýsingafulltrúi félagsins. Þá verður sala á miðum SAS til stórborganna tveggja stöðvuð til loka febrúarmánaðar. SAS hyggst aðstoða þá viðskiptavini sem eiga miða til Peking og Sjanghæ á tímabilinu sem um ræðir við að komast á áfangastað með öðrum leiðum. Norræna flugfélagið mun áfram fljúga til og frá Hong Kong, en yfirvöld þar hafa lokað á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlands Kína. Með ákvörðun sinni hefur SAS bæst í hóp röð flugfélaga sem hafa stöðvað ferðir til Kína, en áður hafa British Airways, KLM, Swiss Airlines, Austria Airways, Canada Airlines og Lufthansa gert slíkt hið sama. Danmörk Fréttir af flugi Kína Noregur Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. Er þetta gert vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. DR segir frá því að ferðum SAS til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking verði aflýst, dagana 31. janúar til 9. febrúar. Verði svo síðar tekin ákvörðun hvort að tímabilið verði framlengt. SAS hefur flogið til og frá borgunum sex sinnum í viku. „Við fljúgum þangað í kvöld og heim í fyrramálið, en eftir það verður lokað á allar ferðir,“ segir Kristian de Place Gamborg Hansen, starfandi upplýsingafulltrúi félagsins. Þá verður sala á miðum SAS til stórborganna tveggja stöðvuð til loka febrúarmánaðar. SAS hyggst aðstoða þá viðskiptavini sem eiga miða til Peking og Sjanghæ á tímabilinu sem um ræðir við að komast á áfangastað með öðrum leiðum. Norræna flugfélagið mun áfram fljúga til og frá Hong Kong, en yfirvöld þar hafa lokað á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlands Kína. Með ákvörðun sinni hefur SAS bæst í hóp röð flugfélaga sem hafa stöðvað ferðir til Kína, en áður hafa British Airways, KLM, Swiss Airlines, Austria Airways, Canada Airlines og Lufthansa gert slíkt hið sama.
Danmörk Fréttir af flugi Kína Noregur Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira