Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Ísak Hallmundarson skrifar 16. ágúst 2020 10:45 Lionel Messi leið ekki vel á föstudaginn. getty/Manu Fernandez Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira