Talsverðar umferðartafir eru nú í Hvalfjarðargöngunum vegna bifreiðar sem er biluð. Þetta kemur fram í Twitter-færslu frá Vegagerðinni.
Þar segir einnig að dráttarbíll sé á leið á vettvang. Samkvæmt ábendingum vegfarenda til fréttastofu eru einhverjar tafir í báðar áttir.
Hvalfjarðargöng: Bíll bilaður í göngunum dráttarbifreið á leiðinni #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 16, 2020
Uppfært klukkan 18:45: Búið er að fjarlægja bifreiðina sem bilaði en enn eru talsverðar umferðartafir í gegn um göngin.
Hvalfjarðargöng: Búið er að opna göngin #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 16, 2020
