Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:00 „Ég lít nú á þennan dómstól svolítið eins og hefur verið rætt, síðustu fjörutíu árin hefur hann verið að fara aðrar leiðir en hefðbundnir dómstólar gera og sérstaklega undanfarin tíu ár, í því sem hefur verið kallað meðal lögfræðinga lifandi túlkun á mannréttindasáttmálanum og það er svona eins og dómstóllinn hafi mikinn áhuga á því að dæma ekki bara samkvæmt sáttmálanum eftir orðanna hljóðan eða eins og hann var túlkaður í upphafi þegar aðildarríkin gengust undir hann á sínum tíma heldur hefur það verið dálítið kappsmál hjá dómstólnum að fara inn á svið stefnumótunar og stefnumörkunar meðal aðildarríkjanna.“ Þetta sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í Víglínunni í dag. Til umræðu var Landsréttarmálið svokallaða sem verið er að taka fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóli Evrópu. Sigríður fór út til að fylgjast með málinu en málið snertir á embættisfærslum hennar þegar hún var dómsmálaráðherra. Sigríður sagði aðildarríkin hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag innan dómstólsins harðlega, og uppi hafi verið ákveðin spenna innan dómstólsins. „Mér finnst skjóta skökku við að það skuli vera sami dómari sem sitji í undirréttinum, íslenski dómarinn, og hann sitji aftur í yfirdeildinni. Þetta er í samræmi við reglur dómstólsins og er kannski regla á gömlu meiði.“ Segir Sigríði þyrla upp vantrausti á Mannréttindadómstólinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar svarar þessari gagnrýni: „Þetta eru þær reglur sem hafa verið ákveðnar og það eru öll aðildarríki dómstólsins sem taka ákvörðun um að hafa það með þessum hætti. Það eru tveir dómarar sem fylgja málinu upp í yfirdeildina. Þetta er bara samkvæmt reglunum og þeim lögum sem við höfum sett okkur.“ „Ég átta mig ekki á því af hverju á að vera að gera þetta tortryggilegt á þessu stigi þegar það hefur ekki verið gert í öðru m málum. Þetta gagnast auðvitað þeim sem vilja þyrla upp einhvers konar ryki og þyrla upp einhvers konar vantrausti á þessum dómstól og Sigríður hefur verið að gera það frá því að niðurstaðan kom í mars í fyrra,“ bætir Helga við. „Svo það sé ekki verið að þvæla mönnum í þessu máli, það er ekki rétt að það hafi verið tveir dómarar færður upp úr undirrétti í yfir-, það var bara íslenski dómarinn sem situr aftur í yfirdeildinni. Forseti Mannréttindadómstólsins hann sat ekki í undirrétti hann situr alltaf í yfirdeildinni og ég bendi á þetta vegna þess að þetta lýtur auðvitað að réttlátri málsmeðferð líka,“ svarar Sigríður. Fimm dómarar til viðbótar sem hægt er að leita til Sigríður gagnrýnir það harðlega að íslenski dómarinn skyldi fylgja málinu upp í efri deild, aðeins íslenski dómarinn hafi fylgt málinu og sé það ankannalegt að dómari skyldi endurskoða sína eigin niðurstöðu. Það sé sérstaklega ankannalegt þar sem aðildarríkin öll tilnefni fimm aðra dómara til hliðar við þann sem sitji og kalla hefði átt á annan dómara til að taka við málinu í efri deild. „Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu í desember 2017 að ég hafi ekki rannsakað málið nægilega. Hæstiréttur kemst hins vegar að því stuttu seinna að þrátt fyrir þetta þá sé þetta ekki þannig annmarki að hafi varðað lögmæti skipunar dómaranna og ekki heldur að Alþingi hafi ákveðið, sem ég kom ekkert nálægt, Alþingi ákvað að greiða í einu lagi um fimmtán tillögur í stað þess að bera hverja og eina tillögu upp fyrir sig,“ segir Sigríður og vísar í dóm Hæstaréttar sem féll í desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt. „Ef þetta væri svona einfalt held ég að það hefði nú ekki verið farin þessi leið að leita alla leið til Strassburg til Mannréttindadómstólsins. Þá hefði neðri deildin þar heldur ekki komist að þeirri niðurstöðu um að brotin hefði verið 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Ef þetta væri eins og fyrrverandi dómsmálaráðherra er að halda fram hérna værum við auðvitað ekki að verða vitni að því sem við erum að verða vitni að,“ svarar Helga Vala. Dómstólar Landsréttarmálið Víglínan Tengdar fréttir Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44 Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
„Ég lít nú á þennan dómstól svolítið eins og hefur verið rætt, síðustu fjörutíu árin hefur hann verið að fara aðrar leiðir en hefðbundnir dómstólar gera og sérstaklega undanfarin tíu ár, í því sem hefur verið kallað meðal lögfræðinga lifandi túlkun á mannréttindasáttmálanum og það er svona eins og dómstóllinn hafi mikinn áhuga á því að dæma ekki bara samkvæmt sáttmálanum eftir orðanna hljóðan eða eins og hann var túlkaður í upphafi þegar aðildarríkin gengust undir hann á sínum tíma heldur hefur það verið dálítið kappsmál hjá dómstólnum að fara inn á svið stefnumótunar og stefnumörkunar meðal aðildarríkjanna.“ Þetta sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í Víglínunni í dag. Til umræðu var Landsréttarmálið svokallaða sem verið er að taka fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóli Evrópu. Sigríður fór út til að fylgjast með málinu en málið snertir á embættisfærslum hennar þegar hún var dómsmálaráðherra. Sigríður sagði aðildarríkin hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag innan dómstólsins harðlega, og uppi hafi verið ákveðin spenna innan dómstólsins. „Mér finnst skjóta skökku við að það skuli vera sami dómari sem sitji í undirréttinum, íslenski dómarinn, og hann sitji aftur í yfirdeildinni. Þetta er í samræmi við reglur dómstólsins og er kannski regla á gömlu meiði.“ Segir Sigríði þyrla upp vantrausti á Mannréttindadómstólinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar svarar þessari gagnrýni: „Þetta eru þær reglur sem hafa verið ákveðnar og það eru öll aðildarríki dómstólsins sem taka ákvörðun um að hafa það með þessum hætti. Það eru tveir dómarar sem fylgja málinu upp í yfirdeildina. Þetta er bara samkvæmt reglunum og þeim lögum sem við höfum sett okkur.“ „Ég átta mig ekki á því af hverju á að vera að gera þetta tortryggilegt á þessu stigi þegar það hefur ekki verið gert í öðru m málum. Þetta gagnast auðvitað þeim sem vilja þyrla upp einhvers konar ryki og þyrla upp einhvers konar vantrausti á þessum dómstól og Sigríður hefur verið að gera það frá því að niðurstaðan kom í mars í fyrra,“ bætir Helga við. „Svo það sé ekki verið að þvæla mönnum í þessu máli, það er ekki rétt að það hafi verið tveir dómarar færður upp úr undirrétti í yfir-, það var bara íslenski dómarinn sem situr aftur í yfirdeildinni. Forseti Mannréttindadómstólsins hann sat ekki í undirrétti hann situr alltaf í yfirdeildinni og ég bendi á þetta vegna þess að þetta lýtur auðvitað að réttlátri málsmeðferð líka,“ svarar Sigríður. Fimm dómarar til viðbótar sem hægt er að leita til Sigríður gagnrýnir það harðlega að íslenski dómarinn skyldi fylgja málinu upp í efri deild, aðeins íslenski dómarinn hafi fylgt málinu og sé það ankannalegt að dómari skyldi endurskoða sína eigin niðurstöðu. Það sé sérstaklega ankannalegt þar sem aðildarríkin öll tilnefni fimm aðra dómara til hliðar við þann sem sitji og kalla hefði átt á annan dómara til að taka við málinu í efri deild. „Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu í desember 2017 að ég hafi ekki rannsakað málið nægilega. Hæstiréttur kemst hins vegar að því stuttu seinna að þrátt fyrir þetta þá sé þetta ekki þannig annmarki að hafi varðað lögmæti skipunar dómaranna og ekki heldur að Alþingi hafi ákveðið, sem ég kom ekkert nálægt, Alþingi ákvað að greiða í einu lagi um fimmtán tillögur í stað þess að bera hverja og eina tillögu upp fyrir sig,“ segir Sigríður og vísar í dóm Hæstaréttar sem féll í desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt. „Ef þetta væri svona einfalt held ég að það hefði nú ekki verið farin þessi leið að leita alla leið til Strassburg til Mannréttindadómstólsins. Þá hefði neðri deildin þar heldur ekki komist að þeirri niðurstöðu um að brotin hefði verið 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Ef þetta væri eins og fyrrverandi dómsmálaráðherra er að halda fram hérna værum við auðvitað ekki að verða vitni að því sem við erum að verða vitni að,“ svarar Helga Vala.
Dómstólar Landsréttarmálið Víglínan Tengdar fréttir Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44 Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44
Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45