Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:00 „Ég lít nú á þennan dómstól svolítið eins og hefur verið rætt, síðustu fjörutíu árin hefur hann verið að fara aðrar leiðir en hefðbundnir dómstólar gera og sérstaklega undanfarin tíu ár, í því sem hefur verið kallað meðal lögfræðinga lifandi túlkun á mannréttindasáttmálanum og það er svona eins og dómstóllinn hafi mikinn áhuga á því að dæma ekki bara samkvæmt sáttmálanum eftir orðanna hljóðan eða eins og hann var túlkaður í upphafi þegar aðildarríkin gengust undir hann á sínum tíma heldur hefur það verið dálítið kappsmál hjá dómstólnum að fara inn á svið stefnumótunar og stefnumörkunar meðal aðildarríkjanna.“ Þetta sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í Víglínunni í dag. Til umræðu var Landsréttarmálið svokallaða sem verið er að taka fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóli Evrópu. Sigríður fór út til að fylgjast með málinu en málið snertir á embættisfærslum hennar þegar hún var dómsmálaráðherra. Sigríður sagði aðildarríkin hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag innan dómstólsins harðlega, og uppi hafi verið ákveðin spenna innan dómstólsins. „Mér finnst skjóta skökku við að það skuli vera sami dómari sem sitji í undirréttinum, íslenski dómarinn, og hann sitji aftur í yfirdeildinni. Þetta er í samræmi við reglur dómstólsins og er kannski regla á gömlu meiði.“ Segir Sigríði þyrla upp vantrausti á Mannréttindadómstólinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar svarar þessari gagnrýni: „Þetta eru þær reglur sem hafa verið ákveðnar og það eru öll aðildarríki dómstólsins sem taka ákvörðun um að hafa það með þessum hætti. Það eru tveir dómarar sem fylgja málinu upp í yfirdeildina. Þetta er bara samkvæmt reglunum og þeim lögum sem við höfum sett okkur.“ „Ég átta mig ekki á því af hverju á að vera að gera þetta tortryggilegt á þessu stigi þegar það hefur ekki verið gert í öðru m málum. Þetta gagnast auðvitað þeim sem vilja þyrla upp einhvers konar ryki og þyrla upp einhvers konar vantrausti á þessum dómstól og Sigríður hefur verið að gera það frá því að niðurstaðan kom í mars í fyrra,“ bætir Helga við. „Svo það sé ekki verið að þvæla mönnum í þessu máli, það er ekki rétt að það hafi verið tveir dómarar færður upp úr undirrétti í yfir-, það var bara íslenski dómarinn sem situr aftur í yfirdeildinni. Forseti Mannréttindadómstólsins hann sat ekki í undirrétti hann situr alltaf í yfirdeildinni og ég bendi á þetta vegna þess að þetta lýtur auðvitað að réttlátri málsmeðferð líka,“ svarar Sigríður. Fimm dómarar til viðbótar sem hægt er að leita til Sigríður gagnrýnir það harðlega að íslenski dómarinn skyldi fylgja málinu upp í efri deild, aðeins íslenski dómarinn hafi fylgt málinu og sé það ankannalegt að dómari skyldi endurskoða sína eigin niðurstöðu. Það sé sérstaklega ankannalegt þar sem aðildarríkin öll tilnefni fimm aðra dómara til hliðar við þann sem sitji og kalla hefði átt á annan dómara til að taka við málinu í efri deild. „Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu í desember 2017 að ég hafi ekki rannsakað málið nægilega. Hæstiréttur kemst hins vegar að því stuttu seinna að þrátt fyrir þetta þá sé þetta ekki þannig annmarki að hafi varðað lögmæti skipunar dómaranna og ekki heldur að Alþingi hafi ákveðið, sem ég kom ekkert nálægt, Alþingi ákvað að greiða í einu lagi um fimmtán tillögur í stað þess að bera hverja og eina tillögu upp fyrir sig,“ segir Sigríður og vísar í dóm Hæstaréttar sem féll í desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt. „Ef þetta væri svona einfalt held ég að það hefði nú ekki verið farin þessi leið að leita alla leið til Strassburg til Mannréttindadómstólsins. Þá hefði neðri deildin þar heldur ekki komist að þeirri niðurstöðu um að brotin hefði verið 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Ef þetta væri eins og fyrrverandi dómsmálaráðherra er að halda fram hérna værum við auðvitað ekki að verða vitni að því sem við erum að verða vitni að,“ svarar Helga Vala. Dómstólar Landsréttarmálið Víglínan Tengdar fréttir Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44 Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Ég lít nú á þennan dómstól svolítið eins og hefur verið rætt, síðustu fjörutíu árin hefur hann verið að fara aðrar leiðir en hefðbundnir dómstólar gera og sérstaklega undanfarin tíu ár, í því sem hefur verið kallað meðal lögfræðinga lifandi túlkun á mannréttindasáttmálanum og það er svona eins og dómstóllinn hafi mikinn áhuga á því að dæma ekki bara samkvæmt sáttmálanum eftir orðanna hljóðan eða eins og hann var túlkaður í upphafi þegar aðildarríkin gengust undir hann á sínum tíma heldur hefur það verið dálítið kappsmál hjá dómstólnum að fara inn á svið stefnumótunar og stefnumörkunar meðal aðildarríkjanna.“ Þetta sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í Víglínunni í dag. Til umræðu var Landsréttarmálið svokallaða sem verið er að taka fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóli Evrópu. Sigríður fór út til að fylgjast með málinu en málið snertir á embættisfærslum hennar þegar hún var dómsmálaráðherra. Sigríður sagði aðildarríkin hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag innan dómstólsins harðlega, og uppi hafi verið ákveðin spenna innan dómstólsins. „Mér finnst skjóta skökku við að það skuli vera sami dómari sem sitji í undirréttinum, íslenski dómarinn, og hann sitji aftur í yfirdeildinni. Þetta er í samræmi við reglur dómstólsins og er kannski regla á gömlu meiði.“ Segir Sigríði þyrla upp vantrausti á Mannréttindadómstólinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar svarar þessari gagnrýni: „Þetta eru þær reglur sem hafa verið ákveðnar og það eru öll aðildarríki dómstólsins sem taka ákvörðun um að hafa það með þessum hætti. Það eru tveir dómarar sem fylgja málinu upp í yfirdeildina. Þetta er bara samkvæmt reglunum og þeim lögum sem við höfum sett okkur.“ „Ég átta mig ekki á því af hverju á að vera að gera þetta tortryggilegt á þessu stigi þegar það hefur ekki verið gert í öðru m málum. Þetta gagnast auðvitað þeim sem vilja þyrla upp einhvers konar ryki og þyrla upp einhvers konar vantrausti á þessum dómstól og Sigríður hefur verið að gera það frá því að niðurstaðan kom í mars í fyrra,“ bætir Helga við. „Svo það sé ekki verið að þvæla mönnum í þessu máli, það er ekki rétt að það hafi verið tveir dómarar færður upp úr undirrétti í yfir-, það var bara íslenski dómarinn sem situr aftur í yfirdeildinni. Forseti Mannréttindadómstólsins hann sat ekki í undirrétti hann situr alltaf í yfirdeildinni og ég bendi á þetta vegna þess að þetta lýtur auðvitað að réttlátri málsmeðferð líka,“ svarar Sigríður. Fimm dómarar til viðbótar sem hægt er að leita til Sigríður gagnrýnir það harðlega að íslenski dómarinn skyldi fylgja málinu upp í efri deild, aðeins íslenski dómarinn hafi fylgt málinu og sé það ankannalegt að dómari skyldi endurskoða sína eigin niðurstöðu. Það sé sérstaklega ankannalegt þar sem aðildarríkin öll tilnefni fimm aðra dómara til hliðar við þann sem sitji og kalla hefði átt á annan dómara til að taka við málinu í efri deild. „Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu í desember 2017 að ég hafi ekki rannsakað málið nægilega. Hæstiréttur kemst hins vegar að því stuttu seinna að þrátt fyrir þetta þá sé þetta ekki þannig annmarki að hafi varðað lögmæti skipunar dómaranna og ekki heldur að Alþingi hafi ákveðið, sem ég kom ekkert nálægt, Alþingi ákvað að greiða í einu lagi um fimmtán tillögur í stað þess að bera hverja og eina tillögu upp fyrir sig,“ segir Sigríður og vísar í dóm Hæstaréttar sem féll í desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt. „Ef þetta væri svona einfalt held ég að það hefði nú ekki verið farin þessi leið að leita alla leið til Strassburg til Mannréttindadómstólsins. Þá hefði neðri deildin þar heldur ekki komist að þeirri niðurstöðu um að brotin hefði verið 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Ef þetta væri eins og fyrrverandi dómsmálaráðherra er að halda fram hérna værum við auðvitað ekki að verða vitni að því sem við erum að verða vitni að,“ svarar Helga Vala.
Dómstólar Landsréttarmálið Víglínan Tengdar fréttir Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44 Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44
Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45