Sport

Tvítugur Svíi setti heimsmet í stangarstökki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Armand Duplantis var undrandi á svip eftir að hafa sett nýtt heimsmet í stangarstökki.
Armand Duplantis var undrandi á svip eftir að hafa sett nýtt heimsmet í stangarstökki. vísir/getty

Armand Duplantis setti nýtt heimsmet í stangarstökki karla í Torun Póllandi í dag.

Duplantis, sem er tvítugur Svíi, stökk yfir 6,17 metra í annarri tilraun. Hann bætti þar með sex ára gamalt heimsmet Frakkans Renaud Lavillenie um 0,01 metra.



„Þetta er ótrúleg tilfinning. Ég hef þráð þetta síðan ég var þriggja ára,“ sagði Duplantis í samtali við SVT Sport eftir að hafa sett heimsmetið.

Þótt mótið í Póllandi hafi farið fram innanhúss telst heimsmetið líka sem met utanhúss.

Duplantis vann til silfurverðlauna í stangarstökki á HM í frjálsum íþróttum í Doha í fyrra og gull á EM fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×