Fótbolti

Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Már Ómarsson og umboðsmaður hans Ólafur Garðarsson.
Elías Már Ómarsson og umboðsmaður hans Ólafur Garðarsson. vísir/getty/Bára

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður knattspyrnumannsins Elíasar Más Ómarssonar, segir að knattspyrnumaðurinn hafi ekki skilað skattframtali sem leitt hafi til skuldar Elíasar við sænsk yfirvöld. Dagblaðið Göteberg-Tidningen fjallaði í dag um skuld Elíasar sem sögð er nema fimm milljónum króna.

Ólafur segir að verið sé að vinna í málinu og er ósáttur við umfjöllun sænska miðilsins. Blaðamaður þar hafi ekki viljað hlusta á skýringarnar.

Elías Már lék með IFK Göteborg á árunum 2016 til 2018 áður en hann færði sig yfir til Excelsior þar sem hann leikur nú í hollensku B-deildinni. Hann skoraði 14 mörk í 50 deildarleikjum með sænska félaginu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×