Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan á samstöðufundinum í dag. Vísir/Nadine Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04