Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 19. febrúar 2020 20:15 Hér á landi er losun gróðurhúsalofttegunda miðað við höfðatölu 283% umfram losunarmarkmið fyrir árið 2030. getty/Andreas Rentz Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar þegar horft er til losunar á gróðurhúsalofttegundum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem framkvæmdastjóri UNICEF segir marka vendipunkt í velferðarumræðu. Í tvö ár hafa um fjörutíu sérfræðingar unnið að skýrslu fyrir UNICEF, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og læknatímaritið Lancet. Skýrslan markar tímamót þar sem nýir þættir eru dregnir inn í mat á velferð barna. „Þá er verið að tala helst um umhverfisþáttinn og mengandi áhrif ríkja sem að snúa allri velferðarumræðu barna á hvolf,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri UNICEF. Ísland hríðfellur þegar umhverfisþættir eru skoðaðir í sambandi við velferð barna Anthony Costello, skýrsluhöfundur, segir að WHO telji að meira en þriðjungur allra dauðsfalla barna tengist umhverfismálum. „Loftmengun. Níu af hverjum tíu börnum anda ekki að sér öruggu lofti. Óhreint vatn sem við vitum að er slæmt hvað næringu varðar og sýkingar.“ Ef litið er til hefðbundinna velferðarviðmiða er Ísland í níunda sæti.vísir Íslendingar raða sér meðal efstu þjóða í að tryggja velferð barna þegar litið er til hefðbundinna mælikvarða líkt og menntunar og heilsu og sitja þar í níunda sæti. Aðrar efnaðar þjóðir á borð við Noreg raða sér á toppinn. Þegar litið er til svokallaðra sjálfbærra viðmiða er myndin allt önnur og Ísland fellur í 163. sæti. Ástæðan fyrir því, samkvæmt skýrslunni, er sú að hér á landi er losun gróðurhúsalofttegunda miðað við höfðatölu 283% umfram losunarmarkmið sem sett hafa verið fyrir árið 2030. Samkvæmt þessari mælingu stendur Ísland sig einna verst í að tryggja velferð barna. „Við skiljum eftir okkur laskaðan heim, heim með aftakaviðburðum, fellibyljum, flóðum, þurrkum í Ameríku og Afríku, gróðureldum og hitabylgjum,“ segir Anthony Costello. Þegar litið er til sjálfbærra velferðarviðmiða hríðfellur Ísland á lista yfir velferð barna.vísir Kalla eftir nýrri alþjóðlegri hreyfingu fyrir börn „Þetta endurspeglar kannski veruleika sem við verðum að vera duglegri að horfast í augu við. Að velferð barna er ekki bara hér og nú, hún er líka framtíðin,“ segir Bergsteinn. Í skýrslunni kalla höfundar eftir nýrri alþjóðlegri hreyfingu sem drifin verði áfram fyrir börn og leggi meðal annars áherslu á að stöðva losun koltvísýrings. Hreyfingar sem vinna að sama markmiði hafa víða þegar verið stofnaðar en í flestum tilvikum að frumkvæði barnanna sjálfra sem hafa áhyggjur af stöðunni. Jóna Þórey Pétursdóttir, er forsvarskona einnar slíkrar sem staðið hefur fyrir loftslagsverkföllum hér á landi. Á föstudaginn verða ákveðin tímamót í mótmælunum en þá verður liðið ár frá því að loftslagsverkföll á vegum ungmenna hófust. Börn og ungmenni hafa komið saman á Austurvelli á hverjum föstudegi síðasta árið og mótmælt aðgerðarleysi í loftslagsmálum.vísir/vilhelm „Þá verða loftslagsverkföllin búin að standa yfir í heilt ár sem gerir það að verkum að þetta verður 52. vikan hjá okkur á Íslandi og við vonumst til að sjá sem flesta núna á föstudaginn kl. 11:50 hjá Hallgrímskirkju,“ segir Jóna. Hún segir margt hafa áunnist á síðastliðnu ári: „Sérstaklega kannski umræðan og almannavitund. Það þarf ekki að líta lengra en til skaupsins til að sjá að ungt fólk að taka loftslagsmálin í sínar hendur er vissulega umræðuefni í samfélaginu.“ Börn og uppeldi Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. 16. október 2019 14:30 Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar þegar horft er til losunar á gróðurhúsalofttegundum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem framkvæmdastjóri UNICEF segir marka vendipunkt í velferðarumræðu. Í tvö ár hafa um fjörutíu sérfræðingar unnið að skýrslu fyrir UNICEF, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og læknatímaritið Lancet. Skýrslan markar tímamót þar sem nýir þættir eru dregnir inn í mat á velferð barna. „Þá er verið að tala helst um umhverfisþáttinn og mengandi áhrif ríkja sem að snúa allri velferðarumræðu barna á hvolf,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri UNICEF. Ísland hríðfellur þegar umhverfisþættir eru skoðaðir í sambandi við velferð barna Anthony Costello, skýrsluhöfundur, segir að WHO telji að meira en þriðjungur allra dauðsfalla barna tengist umhverfismálum. „Loftmengun. Níu af hverjum tíu börnum anda ekki að sér öruggu lofti. Óhreint vatn sem við vitum að er slæmt hvað næringu varðar og sýkingar.“ Ef litið er til hefðbundinna velferðarviðmiða er Ísland í níunda sæti.vísir Íslendingar raða sér meðal efstu þjóða í að tryggja velferð barna þegar litið er til hefðbundinna mælikvarða líkt og menntunar og heilsu og sitja þar í níunda sæti. Aðrar efnaðar þjóðir á borð við Noreg raða sér á toppinn. Þegar litið er til svokallaðra sjálfbærra viðmiða er myndin allt önnur og Ísland fellur í 163. sæti. Ástæðan fyrir því, samkvæmt skýrslunni, er sú að hér á landi er losun gróðurhúsalofttegunda miðað við höfðatölu 283% umfram losunarmarkmið sem sett hafa verið fyrir árið 2030. Samkvæmt þessari mælingu stendur Ísland sig einna verst í að tryggja velferð barna. „Við skiljum eftir okkur laskaðan heim, heim með aftakaviðburðum, fellibyljum, flóðum, þurrkum í Ameríku og Afríku, gróðureldum og hitabylgjum,“ segir Anthony Costello. Þegar litið er til sjálfbærra velferðarviðmiða hríðfellur Ísland á lista yfir velferð barna.vísir Kalla eftir nýrri alþjóðlegri hreyfingu fyrir börn „Þetta endurspeglar kannski veruleika sem við verðum að vera duglegri að horfast í augu við. Að velferð barna er ekki bara hér og nú, hún er líka framtíðin,“ segir Bergsteinn. Í skýrslunni kalla höfundar eftir nýrri alþjóðlegri hreyfingu sem drifin verði áfram fyrir börn og leggi meðal annars áherslu á að stöðva losun koltvísýrings. Hreyfingar sem vinna að sama markmiði hafa víða þegar verið stofnaðar en í flestum tilvikum að frumkvæði barnanna sjálfra sem hafa áhyggjur af stöðunni. Jóna Þórey Pétursdóttir, er forsvarskona einnar slíkrar sem staðið hefur fyrir loftslagsverkföllum hér á landi. Á föstudaginn verða ákveðin tímamót í mótmælunum en þá verður liðið ár frá því að loftslagsverkföll á vegum ungmenna hófust. Börn og ungmenni hafa komið saman á Austurvelli á hverjum föstudegi síðasta árið og mótmælt aðgerðarleysi í loftslagsmálum.vísir/vilhelm „Þá verða loftslagsverkföllin búin að standa yfir í heilt ár sem gerir það að verkum að þetta verður 52. vikan hjá okkur á Íslandi og við vonumst til að sjá sem flesta núna á föstudaginn kl. 11:50 hjá Hallgrímskirkju,“ segir Jóna. Hún segir margt hafa áunnist á síðastliðnu ári: „Sérstaklega kannski umræðan og almannavitund. Það þarf ekki að líta lengra en til skaupsins til að sjá að ungt fólk að taka loftslagsmálin í sínar hendur er vissulega umræðuefni í samfélaginu.“
Börn og uppeldi Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. 16. október 2019 14:30 Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. 16. október 2019 14:30
Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00