Vonast til að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta óprúttna strætófarþega á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 07:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“ Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17
Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58
Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34