Skrifum undir Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. Gríðarleg óánægja er með þessa ákvörðun og hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun til þess að skora á meirihlutann í Reykjavíkurborg að verða af þessum hugmyndum. Ég vill hvetja ykkur öll til að skrifa undir. Mikilvægt er að skrifa undir fyrir 28. febrúar. Þessar kosningar gefa okkur tækifæri til að segja okkar skoðun á uppbyggingu á grænu svæði í borgarlandinu. Við ættum síðan að spyrja okkur hvort að það sé hlutverk þeirra sem stjórna núna að taka jafn afdrifaríka og óafturkræfa ákvörðun. Fyrir mitt leiti þá segi ég nei og hef tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. Ég vil að börnin mín hafi aðgang að svæði inni í miðri borg þar sem þau geta komist í ósnortna náttúru líkt og ég hef fengið. Mun þetta kosta skattgreiðendur eitthvað? Til þess að byggja á þessu svæði í Elliðaárdalnum þá þarf að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir. Það þarf að breyta lögnum og sá kostnaður mun leggjast á skattgreiðendur Reykjavíkurborgar. Þetta er kostnaður upp á um 500 til 800 milljónir sem við Reykvískir skattgreiðendur munum greiða til þess að byggt verði í Elliðaárdalnum. Kostnaðartölurnar eru mismunandi eftir því hvað skýrsla er lesin. Hvað segir reykjavík.is Það er áhugavert að skoða á vefsíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is/stadir/ellidaardalur þær upplýsingar sem þar eru um Elliðaárdalinn. Allt er satt og rétt sem kemur þar fram og því er það óskiljanlegt að meirihlutinn í Reykjavík vilji hrófla við dalnum. Þar er sagt „Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við. Jarðfræði Elliðaárdals er fjölbreytt enda um stórt svæði að ræða. Berggrunnur Elliðaárdals einkennist af grágrýti sem á rætur að rekja til eldsumbrota á hlýskeiðum síðustu ísaldar. Víða má finna setlög frá lokum ísaldar, einkum strandseti frá tímum hærri sjávarstöðu. Neðarlega í dalnum má sjá stóra strandhjalla. Leitahraun er 4.500 ára gamalt hraun sem mótar mjög landslag Elliðaárdals. Þá hafa Elliðaárnar rofið hraunið og fellur í fallegum fossum um miðjan og neðanverðan dalinn. Hátt í 320 tegundir háplantna hafa fundist í dalnum. Fuglalíf í Elliðaárdal er afar fjölbreytt og fá svæði í Reykjavík búa yfir jafn miklum fjölda fuglategunda en alls hafa um 25 tegundir verpt í dalnum. Elliðaárnar eru laxveiðiá og mikilvæg hrygningarstöð fyrir íslenska laxinn“. Við þurfum græn svæði Það er fátt mikilvægara í borgum en græn svæði, þau veita okkur íbúunum ómælda gleði og lífsfyllingu. Ég vil að komandi kynslóðir geti áfram notið þess sem Elliðaárdalurinn hefur upp á að bjóða og því er mikilvægt að við stöndum saman og skrifum undir. Það er barist víða fyrir því að vernda græn svæði og þessi barátta er mjög mikilvæg og með öllu óskiljanlegt að þurfa að standa í því að verja svæði líkt og Elliðaárdal fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. Gríðarleg óánægja er með þessa ákvörðun og hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun til þess að skora á meirihlutann í Reykjavíkurborg að verða af þessum hugmyndum. Ég vill hvetja ykkur öll til að skrifa undir. Mikilvægt er að skrifa undir fyrir 28. febrúar. Þessar kosningar gefa okkur tækifæri til að segja okkar skoðun á uppbyggingu á grænu svæði í borgarlandinu. Við ættum síðan að spyrja okkur hvort að það sé hlutverk þeirra sem stjórna núna að taka jafn afdrifaríka og óafturkræfa ákvörðun. Fyrir mitt leiti þá segi ég nei og hef tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. Ég vil að börnin mín hafi aðgang að svæði inni í miðri borg þar sem þau geta komist í ósnortna náttúru líkt og ég hef fengið. Mun þetta kosta skattgreiðendur eitthvað? Til þess að byggja á þessu svæði í Elliðaárdalnum þá þarf að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir. Það þarf að breyta lögnum og sá kostnaður mun leggjast á skattgreiðendur Reykjavíkurborgar. Þetta er kostnaður upp á um 500 til 800 milljónir sem við Reykvískir skattgreiðendur munum greiða til þess að byggt verði í Elliðaárdalnum. Kostnaðartölurnar eru mismunandi eftir því hvað skýrsla er lesin. Hvað segir reykjavík.is Það er áhugavert að skoða á vefsíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is/stadir/ellidaardalur þær upplýsingar sem þar eru um Elliðaárdalinn. Allt er satt og rétt sem kemur þar fram og því er það óskiljanlegt að meirihlutinn í Reykjavík vilji hrófla við dalnum. Þar er sagt „Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við. Jarðfræði Elliðaárdals er fjölbreytt enda um stórt svæði að ræða. Berggrunnur Elliðaárdals einkennist af grágrýti sem á rætur að rekja til eldsumbrota á hlýskeiðum síðustu ísaldar. Víða má finna setlög frá lokum ísaldar, einkum strandseti frá tímum hærri sjávarstöðu. Neðarlega í dalnum má sjá stóra strandhjalla. Leitahraun er 4.500 ára gamalt hraun sem mótar mjög landslag Elliðaárdals. Þá hafa Elliðaárnar rofið hraunið og fellur í fallegum fossum um miðjan og neðanverðan dalinn. Hátt í 320 tegundir háplantna hafa fundist í dalnum. Fuglalíf í Elliðaárdal er afar fjölbreytt og fá svæði í Reykjavík búa yfir jafn miklum fjölda fuglategunda en alls hafa um 25 tegundir verpt í dalnum. Elliðaárnar eru laxveiðiá og mikilvæg hrygningarstöð fyrir íslenska laxinn“. Við þurfum græn svæði Það er fátt mikilvægara í borgum en græn svæði, þau veita okkur íbúunum ómælda gleði og lífsfyllingu. Ég vil að komandi kynslóðir geti áfram notið þess sem Elliðaárdalurinn hefur upp á að bjóða og því er mikilvægt að við stöndum saman og skrifum undir. Það er barist víða fyrir því að vernda græn svæði og þessi barátta er mjög mikilvæg og með öllu óskiljanlegt að þurfa að standa í því að verja svæði líkt og Elliðaárdal fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun