Reyndi að vera „karlalegur“ stangarstökkvari en er kona Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 22:30 Martin Eriksson var fremsti stangarstökkvari Svía á sínum tíma og vann silfur á EM innanhúss. vísir/getty Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson. Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson.
Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira