Sportpakkinn: Liðin eru mjög ánægð með breytingu HSÍ á bikarvikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 15:15 FH-ingar unnu bikarinn í fyrra en léku þá úrslitaleikinn daginn eftir undanúrslitaleikinn. Mynd/S2 Sport Handknattleiksambands Íslands ákvað að bregðast við umræðu um of mikið álag á leikmönnum með því að gefa bikarúrslitaliðunum aukadag til að undirbúa sig fyrir bikarúrslitaleikinn í ár. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands. Í vikunni var dregið í undanúrslitin í karla og kvennaflokki í Coca Cola bikarnum í handbolta sem leikinn verða á miðvikudegi og fimmtudegi í fyrsta sinn. En hvers vegna þessar breytingar? „Við ákváðum fyrst og fremst að gera þetta til að gefa liðunum auka frídag inn á milli. Það er mikil umræða innan handboltans um álag á leikmönnum og við viljum vera með í þeirri umræðu og sjálfsögðu aðeins að létta á því,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands. „Ég held að það sé mikill munur fyrir liðin að spila á miðvikudag og fimmtudag í staðinn fyrir fimmtudag og föstudag, þegar kemur að úrslitaleiknum á laugardegi. Eins gefur þetta liðunum sem eru í úrslitunum, sér í lagi karla megin sem voru að spila á föstudegi áður, aukið tækifæri til að mynda stemmningu í sínum liðum,“ sagði Róbert Geir „Með þessu náum við vonandi að fjölga áhorfendur og auka stemmningu á úrslitaleikjunum á laugardeginum,“ sagði Róbert Geir. „Þetta er búið að takast frábærlega undanfarin ár og við viljum alltaf gera betur. Með þessu þá held ég að við munum auka gæðin á leikjunum á laugardeginum. Vonandi náum við líka að auka stemmninguna með auknum áhorfendafjölda. Liðin sem við höfum talað við eru mjög ánægð með þetta og ég held að þetta sér eitthvað sem verði keppninni til hagsbóta,“ sagði Róbert Geir. Það má sjá alla frétt Guðjón Guðmundssonar um breytinguna á uppsetningu bikarvikunnar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Ég held að þetta sé mikill munur fyrir liðin í bikarúrslitaleiknum Olís-deild karla Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Handknattleiksambands Íslands ákvað að bregðast við umræðu um of mikið álag á leikmönnum með því að gefa bikarúrslitaliðunum aukadag til að undirbúa sig fyrir bikarúrslitaleikinn í ár. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands. Í vikunni var dregið í undanúrslitin í karla og kvennaflokki í Coca Cola bikarnum í handbolta sem leikinn verða á miðvikudegi og fimmtudegi í fyrsta sinn. En hvers vegna þessar breytingar? „Við ákváðum fyrst og fremst að gera þetta til að gefa liðunum auka frídag inn á milli. Það er mikil umræða innan handboltans um álag á leikmönnum og við viljum vera með í þeirri umræðu og sjálfsögðu aðeins að létta á því,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands. „Ég held að það sé mikill munur fyrir liðin að spila á miðvikudag og fimmtudag í staðinn fyrir fimmtudag og föstudag, þegar kemur að úrslitaleiknum á laugardegi. Eins gefur þetta liðunum sem eru í úrslitunum, sér í lagi karla megin sem voru að spila á föstudegi áður, aukið tækifæri til að mynda stemmningu í sínum liðum,“ sagði Róbert Geir „Með þessu náum við vonandi að fjölga áhorfendur og auka stemmningu á úrslitaleikjunum á laugardeginum,“ sagði Róbert Geir. „Þetta er búið að takast frábærlega undanfarin ár og við viljum alltaf gera betur. Með þessu þá held ég að við munum auka gæðin á leikjunum á laugardeginum. Vonandi náum við líka að auka stemmninguna með auknum áhorfendafjölda. Liðin sem við höfum talað við eru mjög ánægð með þetta og ég held að þetta sér eitthvað sem verði keppninni til hagsbóta,“ sagði Róbert Geir. Það má sjá alla frétt Guðjón Guðmundssonar um breytinguna á uppsetningu bikarvikunnar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Ég held að þetta sé mikill munur fyrir liðin í bikarúrslitaleiknum
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira