Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 10:30 Einstaklingur sem stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði í dag má búast við því að setjast í helgan stein í kringum árið 2070. Ef jarðarbúar ætla að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C þurfa um það leyti að vera 20 ár síðan losun gróðurhúsalofttegunda náðist niður í núll. Á þessari einu starfsævi mun því eiga sér stað algjör umbylting á öllum lifnaðarháttum mannkyns – með góðu eða illu. Þessi breyting getur orðið með illu, það er með því að sigur vinnist ekki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og samfélagið þurfi að bregðast við neikvæðum afleiðingum hamfarahlýnunar. En hún getur líka orðið með góðu, með því að neysluvenjur og framleiðsluhættir breytist þannig að mannkyn nái að lifa innan þeirra marka sem náttúran setur okkur. Þegar svona miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar hefur það áhrif á alla langtímahugsun og stefnumörkun. Þetta birtist einna skýrast hjá þeim sem fjárfesta til langs tíma. Þar má nefna norska olíusjóðinn, sem á síðasta ári ákvað að losa sig við fjárfestingar í olíu- og gasfyrirtækjum að verðmæti um 7,5 milljarða dollara. Reyndar var þessi ákvörðun ekki tekin af umhverfisástæðum, heldur vegna þess að stjórn sjóðsins mat þessa fjárfestingarleið einfaldlega of áhættusama. Olíusjóðurinn er er varasjóður norsku þjóðarinnar fyrir framtíðina – og til að hann standi undir því hlutverki er ekki hægt að fjárfesta í iðnaði fortíðar. Fullkomlega óljós staða í dag Hvar standa íslensku lífeyrissjóðirnir í þessum samanburði? Þar hefur þjóðin safnað gríðarlegum fjármunum fyrir framtíðina. Eignir lífeyrissjóða voru um fimm þúsund milljarðar króna í lok síðasta árs – eða nærri tvöföld landsframleiðsla Íslands. Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum gert að setja sér fjárfestingarstefnu sem hafi hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Þar er þeim skylt að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Óhjákvæmilegt er að taka tillit til áhrifa loftslagsbreytinga á langtímafjárfestingar og það að snúa sér að grænni fjárfestingakostum gæti vissulega verið framlag lífeyrissjóðanna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum – og þar með hluti af siðferðislegum viðmiðum sjóðanna. Í ljósi þessa spurði ég fjármálaráðherra fyrir nokkrum misserum hvort hann teldi að lagaramminn tryggði það að fjárfestingar lífeyrissjóða þjóni loftslagsmarkmiðum og markmiðum um sjálfbærni, og hvort nægjanlegt gagnsæi ríkti um það hvort fjárfestingar sjóðanna uppfylltu þau markmið. Ráðherrann taldi engan hafa sérstakan áhuga á því að styðja við mengandi uppbyggingu og jafnframt að ekki skorti upp á gagnsæið þegar kæmi að eignasafni lífeyrissjóðanna. Það varð til þess að ég lagði fram skriflega fyrirspurn til ráðherra til að kalla fram þær upplýsingar sem fjármálaráðuneytið hefði um hlutdeild fjárfestinga lífeyrissjóðanna sem bundin væri í starfsemi sem felst í vinnslu eða sölu jarðefnaeldnseytis. Þá kom annað hljóð í skrokkinn og ráðherrann gat engu svarað, þar sem ráðuneytið gæti ekki kallað eftir þessum upplýsingum frá lífeyrissjóðunum. Sumsé: Ríkið veit ekki hver staðan er. Og upplýsingarnar sem almenningur getur kallað fram eru ekki mikið ítarlegri. Á síðasta ári óskaði Alda - félag um sjálfbærni eftir upplýsingum um það hvort íslensk fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum eða fyrirtækjum sem fjárfesta í eða vinna að verkefnum tengdum leit eða vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þau svör sem þangað hafa borist eru fæst afdráttarlaus, en benda sum til þess að lífeyrissjóðir kunni að eiga slíkar fjárfestingar, a.m.k. í gegnum hlutabréfasjóði. Umbylting er nauðsynleg Á næstu árum þarf að umbylta öllu efnahagskerfi heimsins. Það er hluti af þeim aðgerðum sem eru einfaldlega nauðsynlegar til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun og eitthvað sem ríki heims hafa sammælst um að gera til að mæta Parísarsáttmálanum. Þeir aðilar á fjármálamarkaði sem fjárfesta til langs tíma þyrftu í raun nú þegar að vera langt komnir á þá braut að hætta fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis og tengdum iðnaði, því fjárfestingar sem ekki taka tillit til loftslagsbreytinga verða áhættusamri með hverju árinu sem líður. Slík umskipti fela auk þess í sér mikil tækifæri, þar sem gríðarleg uppbygging er fyrirsjáanleg í loftslags- og orkutengdum verkefnum á næstu árum. Þannig geta fjárfestar séð fara saman sjálfbærni, nýsköpun og góð fjárfestingartækifæri. Í síðustu viku birtist á vef Alþingis tillaga mín um að útfæra verkfæri í þágu þessa: takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Með tillögunni er lagt til að fjármálaráðherra skipi starfshóp sérfræðinga á sviði sjálfbærni og fjárfestinga sem hafi það hlutverk að skoða og koma með tillögur að útfærslu á banni við fjárfestingum í fyrirtækjum sem tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis sem eykur losun gróðurhúsalofttegunda. Af fyrri svörum ráðherrans að dæma, sem og þeim svörum sem borist hafa í fjárlosunarátaki Öldunnar, er mikil þörf á slíku samtali á milli hins opinbera og fjárfesta um leiðir til að losa fé úr starfsemi sem veldur hlýnun jarðar og færa það yfir í grænar lausnir. Með grænni fjárfestingum geta lífeyrissjóðir ekki aðeins unnið að áhyggjulausu ævikvöldi sjóðfélaga með því að tryggja þeim framfærslu að lokinni starfsævinni, heldur líka með því að leggja sitt af mörkum til þess að lífvænlegt verði á jörðinni þegar að töku ellilífeyris kemur. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Einstaklingur sem stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði í dag má búast við því að setjast í helgan stein í kringum árið 2070. Ef jarðarbúar ætla að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C þurfa um það leyti að vera 20 ár síðan losun gróðurhúsalofttegunda náðist niður í núll. Á þessari einu starfsævi mun því eiga sér stað algjör umbylting á öllum lifnaðarháttum mannkyns – með góðu eða illu. Þessi breyting getur orðið með illu, það er með því að sigur vinnist ekki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og samfélagið þurfi að bregðast við neikvæðum afleiðingum hamfarahlýnunar. En hún getur líka orðið með góðu, með því að neysluvenjur og framleiðsluhættir breytist þannig að mannkyn nái að lifa innan þeirra marka sem náttúran setur okkur. Þegar svona miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar hefur það áhrif á alla langtímahugsun og stefnumörkun. Þetta birtist einna skýrast hjá þeim sem fjárfesta til langs tíma. Þar má nefna norska olíusjóðinn, sem á síðasta ári ákvað að losa sig við fjárfestingar í olíu- og gasfyrirtækjum að verðmæti um 7,5 milljarða dollara. Reyndar var þessi ákvörðun ekki tekin af umhverfisástæðum, heldur vegna þess að stjórn sjóðsins mat þessa fjárfestingarleið einfaldlega of áhættusama. Olíusjóðurinn er er varasjóður norsku þjóðarinnar fyrir framtíðina – og til að hann standi undir því hlutverki er ekki hægt að fjárfesta í iðnaði fortíðar. Fullkomlega óljós staða í dag Hvar standa íslensku lífeyrissjóðirnir í þessum samanburði? Þar hefur þjóðin safnað gríðarlegum fjármunum fyrir framtíðina. Eignir lífeyrissjóða voru um fimm þúsund milljarðar króna í lok síðasta árs – eða nærri tvöföld landsframleiðsla Íslands. Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum gert að setja sér fjárfestingarstefnu sem hafi hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Þar er þeim skylt að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Óhjákvæmilegt er að taka tillit til áhrifa loftslagsbreytinga á langtímafjárfestingar og það að snúa sér að grænni fjárfestingakostum gæti vissulega verið framlag lífeyrissjóðanna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum – og þar með hluti af siðferðislegum viðmiðum sjóðanna. Í ljósi þessa spurði ég fjármálaráðherra fyrir nokkrum misserum hvort hann teldi að lagaramminn tryggði það að fjárfestingar lífeyrissjóða þjóni loftslagsmarkmiðum og markmiðum um sjálfbærni, og hvort nægjanlegt gagnsæi ríkti um það hvort fjárfestingar sjóðanna uppfylltu þau markmið. Ráðherrann taldi engan hafa sérstakan áhuga á því að styðja við mengandi uppbyggingu og jafnframt að ekki skorti upp á gagnsæið þegar kæmi að eignasafni lífeyrissjóðanna. Það varð til þess að ég lagði fram skriflega fyrirspurn til ráðherra til að kalla fram þær upplýsingar sem fjármálaráðuneytið hefði um hlutdeild fjárfestinga lífeyrissjóðanna sem bundin væri í starfsemi sem felst í vinnslu eða sölu jarðefnaeldnseytis. Þá kom annað hljóð í skrokkinn og ráðherrann gat engu svarað, þar sem ráðuneytið gæti ekki kallað eftir þessum upplýsingum frá lífeyrissjóðunum. Sumsé: Ríkið veit ekki hver staðan er. Og upplýsingarnar sem almenningur getur kallað fram eru ekki mikið ítarlegri. Á síðasta ári óskaði Alda - félag um sjálfbærni eftir upplýsingum um það hvort íslensk fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum eða fyrirtækjum sem fjárfesta í eða vinna að verkefnum tengdum leit eða vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þau svör sem þangað hafa borist eru fæst afdráttarlaus, en benda sum til þess að lífeyrissjóðir kunni að eiga slíkar fjárfestingar, a.m.k. í gegnum hlutabréfasjóði. Umbylting er nauðsynleg Á næstu árum þarf að umbylta öllu efnahagskerfi heimsins. Það er hluti af þeim aðgerðum sem eru einfaldlega nauðsynlegar til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun og eitthvað sem ríki heims hafa sammælst um að gera til að mæta Parísarsáttmálanum. Þeir aðilar á fjármálamarkaði sem fjárfesta til langs tíma þyrftu í raun nú þegar að vera langt komnir á þá braut að hætta fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis og tengdum iðnaði, því fjárfestingar sem ekki taka tillit til loftslagsbreytinga verða áhættusamri með hverju árinu sem líður. Slík umskipti fela auk þess í sér mikil tækifæri, þar sem gríðarleg uppbygging er fyrirsjáanleg í loftslags- og orkutengdum verkefnum á næstu árum. Þannig geta fjárfestar séð fara saman sjálfbærni, nýsköpun og góð fjárfestingartækifæri. Í síðustu viku birtist á vef Alþingis tillaga mín um að útfæra verkfæri í þágu þessa: takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Með tillögunni er lagt til að fjármálaráðherra skipi starfshóp sérfræðinga á sviði sjálfbærni og fjárfestinga sem hafi það hlutverk að skoða og koma með tillögur að útfærslu á banni við fjárfestingum í fyrirtækjum sem tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis sem eykur losun gróðurhúsalofttegunda. Af fyrri svörum ráðherrans að dæma, sem og þeim svörum sem borist hafa í fjárlosunarátaki Öldunnar, er mikil þörf á slíku samtali á milli hins opinbera og fjárfesta um leiðir til að losa fé úr starfsemi sem veldur hlýnun jarðar og færa það yfir í grænar lausnir. Með grænni fjárfestingum geta lífeyrissjóðir ekki aðeins unnið að áhyggjulausu ævikvöldi sjóðfélaga með því að tryggja þeim framfærslu að lokinni starfsævinni, heldur líka með því að leggja sitt af mörkum til þess að lífvænlegt verði á jörðinni þegar að töku ellilífeyris kemur. Höfundur er þingmaður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun