Dásamlegt að fagna með mömmu | Hugsar lítið um milljónaregnið Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Armand Duplantis var auðvitað himinlifandi eftir að hafa sett heimsmetið. vísir/epa Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Sjá meira
Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Sjá meira