Dásamlegt að fagna með mömmu | Hugsar lítið um milljónaregnið Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Armand Duplantis var auðvitað himinlifandi eftir að hafa sett heimsmetið. vísir/epa Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira