Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Sindri Sindrason skrifar 10. febrúar 2020 19:15 Gunnar Magnússon stýrir Haukum og Aron Kristjánsson tekur svo við af honum. Vísir/Vilhelm Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. „Við erum að sjá það núna að í æfingahópnum hjá okkur eru 84-85% uppaldir Haukastrákar og í 14 manna leikmannahópnum okkar eru 11 uppaldir Haukastrákar. Það er bara frábært og smástolt í því, segi ég sem Haukamaður, að við getum verið með lið í toppsætinu sem borið er uppi af Haukastrákum,“ sagði Aron við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum í kvöld. Tilkynnt var um ráðningu Arons í gærkvöld en hann tekur við af Gunnari Magnússyni í sumar. Aðspurður hvort hann sé reiðubúinn að taka við liðinu fyrr óski stjórn Hauka þess svaraði Aron: „Það er ekki planið. Við berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn mjög vel.“ Áður en að Aron tekur við Haukum mun hann stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann mun því missa af blábyrjun undirbúningstímabilsins hjá Haukum. „Í þetta skipti eru Ólympíuleikarnir mjög snemma miðað við oft áður, klárast 9. ágúst, sem þýðir að við verðum rétt komnir í gang með undirbúninginn. Undirbúningurinn byrjar vanalega í kringum 23.-25. júlí. Þetta er ekki hættulegt ástand þarna í byrjun undirbúningstímabilsins og þá munum við að sjálfsögðu hafa aðstoðarþjálfara sem mun vinna með liðið fyrstu vikurnar,“ sagði Aron og bætti við að næsta mál á dagskrá væri einmitt að ráða aðstoðarþjálfara. Klippa: Aron Kristjáns ræðir um næsta starf Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. „Við erum að sjá það núna að í æfingahópnum hjá okkur eru 84-85% uppaldir Haukastrákar og í 14 manna leikmannahópnum okkar eru 11 uppaldir Haukastrákar. Það er bara frábært og smástolt í því, segi ég sem Haukamaður, að við getum verið með lið í toppsætinu sem borið er uppi af Haukastrákum,“ sagði Aron við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum í kvöld. Tilkynnt var um ráðningu Arons í gærkvöld en hann tekur við af Gunnari Magnússyni í sumar. Aðspurður hvort hann sé reiðubúinn að taka við liðinu fyrr óski stjórn Hauka þess svaraði Aron: „Það er ekki planið. Við berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn mjög vel.“ Áður en að Aron tekur við Haukum mun hann stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann mun því missa af blábyrjun undirbúningstímabilsins hjá Haukum. „Í þetta skipti eru Ólympíuleikarnir mjög snemma miðað við oft áður, klárast 9. ágúst, sem þýðir að við verðum rétt komnir í gang með undirbúninginn. Undirbúningurinn byrjar vanalega í kringum 23.-25. júlí. Þetta er ekki hættulegt ástand þarna í byrjun undirbúningstímabilsins og þá munum við að sjálfsögðu hafa aðstoðarþjálfara sem mun vinna með liðið fyrstu vikurnar,“ sagði Aron og bætti við að næsta mál á dagskrá væri einmitt að ráða aðstoðarþjálfara. Klippa: Aron Kristjáns ræðir um næsta starf
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira