Uppgangur popúlisma Sóley Tómasdóttir skrifar 28. febrúar 2020 13:30 Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Sóley Tómasdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar