Löggjafinn og Skatturinn ganga af foreldrastarfi dauðu Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:30 Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar