Lýðræðinu ógnað með fjölþættum, leynilegum og skipulögðum aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 19:30 Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli. NATO Varnarmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli.
NATO Varnarmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira