Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 15:00 Trentino er ekki skilgreint sem svæði með mikla smithættu vegna kórónuveirunnar líkt og rauðmerktu héruðin á þessu korti en önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu. vísir/hjalti Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira