Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2020 19:45 Dansandi ferðamenn í miðbæ Mílan, höfðuborg Lombardy-héraðs létu andlitsgrímur ekki stoppa sig. Mikil útbreiðsla veirunnar í héraðinu veldur áhyggjum. Vísir/AP Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38
Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00