Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2020 19:45 Dansandi ferðamenn í miðbæ Mílan, höfðuborg Lombardy-héraðs létu andlitsgrímur ekki stoppa sig. Mikil útbreiðsla veirunnar í héraðinu veldur áhyggjum. Vísir/AP Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38
Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00