Sportpakkinn: Valur hélt toppsætinu á meðan Fjölnir fékk skellinn Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 16:45 Fjölnismenn leika í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. vísir/bára Þrír leikir voru spilaðir í Olís deild karla í handbolta í gær, Fjölnir féll úr efstu deild á heimavelli þegar liðið tapaði með 13 mörkum fyrir ÍBV. Leikurinn varð aldrei spennandi, ÍBV leiddi með 9 mörkum í hálfleik 12-21 og héldu áfram að bæta við forskoti í síðari hálfleik og unnu að lokum 13 marka sigur 25-38. Fjölnir er því fallið úr efstu deild þegar þrjár umferðir eru eftir Hörkuleikur var í Breiðholtinu þar sem ÍR tók á móti Val. Leikurinn var í járnum en ÍRingar fengu skell um miðbik fyrri hálfleiks þegar Úlfur Kjartansson fékk beint rautt spjald, annan leikinn í röð, fyrir svipað brot á sama tíma leiks. Valur fór með eins marks forystu inní hálfleik, 13-14. Leikurinn hélt áfram á sömu nótum í upphafi síðari hálfleiks eða allt þar til Valur náði þriggja marka forystu 17-20 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Heimamenn jöfnuðu leikinn í 23-23 og Valsmenn skoruðu skömmu síðar sitt 24. Mark. Það reyndist þó vera síðasta mark leiksins því liðunum tókst ekki að skora á síðustu 5 mínútum leiksins. ÍRingar fengu ótal færa til að jafna leikinn en mistókst verkið og leiknum lauk með enn einum sigri Valsmanna sem sitja nú toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á FH sem fór í Kórinn í gær þar sem liðið mætti HK. Leikurinn var jafn framan af en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn sigu FHingar framúr og leiddu með 7 mörkum í hálfleik, 11-18. Lítið marktækt gerðist í síðari hálfleik, FH vann 14 marka sigur á HK 20-34. HK er í næst neðsta sæti deildarinnar og fylgir að öllum líkindum Fjölni niður í Grill 66 deildina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valur hélt toppsætinu en Fjölnir féll Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 23-24 | Valsmenn áfram á sigurbraut eftir háspennu Valur styrkti stöðu sína á toppi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld með 24-23 sigri á ÍR í Breiðholti. ÍR-ingar fengu tækifæri til að jafna metin í lokasókninni en nýttu það illa. 23. febrúar 2020 21:15 Breki: Ólíklegt að ég fari í Grillið Breki Dagsson hefur átt frábært tímabil í Olís deildinni með Fjölni en nú er ljóst að liðið leikur ekki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð 23. febrúar 2020 18:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 20-34 | FH rúllaði yfir HK eftir rólega byrjun FH vann fjórtán marka sigur á HK í Kórnum í dag, 20-34 í 19. umferð Olís-deild karla í dag. 23. febrúar 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍBV 25-38| Fjölnir fallinn úr efstu deild ÍBV fór illa með Fjölni á heimavelli þegar liðið féll úr efstu deild. Fjölnir situr á botni deildarinnar með 5 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. 23. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Þrír leikir voru spilaðir í Olís deild karla í handbolta í gær, Fjölnir féll úr efstu deild á heimavelli þegar liðið tapaði með 13 mörkum fyrir ÍBV. Leikurinn varð aldrei spennandi, ÍBV leiddi með 9 mörkum í hálfleik 12-21 og héldu áfram að bæta við forskoti í síðari hálfleik og unnu að lokum 13 marka sigur 25-38. Fjölnir er því fallið úr efstu deild þegar þrjár umferðir eru eftir Hörkuleikur var í Breiðholtinu þar sem ÍR tók á móti Val. Leikurinn var í járnum en ÍRingar fengu skell um miðbik fyrri hálfleiks þegar Úlfur Kjartansson fékk beint rautt spjald, annan leikinn í röð, fyrir svipað brot á sama tíma leiks. Valur fór með eins marks forystu inní hálfleik, 13-14. Leikurinn hélt áfram á sömu nótum í upphafi síðari hálfleiks eða allt þar til Valur náði þriggja marka forystu 17-20 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Heimamenn jöfnuðu leikinn í 23-23 og Valsmenn skoruðu skömmu síðar sitt 24. Mark. Það reyndist þó vera síðasta mark leiksins því liðunum tókst ekki að skora á síðustu 5 mínútum leiksins. ÍRingar fengu ótal færa til að jafna leikinn en mistókst verkið og leiknum lauk með enn einum sigri Valsmanna sem sitja nú toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á FH sem fór í Kórinn í gær þar sem liðið mætti HK. Leikurinn var jafn framan af en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn sigu FHingar framúr og leiddu með 7 mörkum í hálfleik, 11-18. Lítið marktækt gerðist í síðari hálfleik, FH vann 14 marka sigur á HK 20-34. HK er í næst neðsta sæti deildarinnar og fylgir að öllum líkindum Fjölni niður í Grill 66 deildina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valur hélt toppsætinu en Fjölnir féll
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 23-24 | Valsmenn áfram á sigurbraut eftir háspennu Valur styrkti stöðu sína á toppi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld með 24-23 sigri á ÍR í Breiðholti. ÍR-ingar fengu tækifæri til að jafna metin í lokasókninni en nýttu það illa. 23. febrúar 2020 21:15 Breki: Ólíklegt að ég fari í Grillið Breki Dagsson hefur átt frábært tímabil í Olís deildinni með Fjölni en nú er ljóst að liðið leikur ekki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð 23. febrúar 2020 18:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 20-34 | FH rúllaði yfir HK eftir rólega byrjun FH vann fjórtán marka sigur á HK í Kórnum í dag, 20-34 í 19. umferð Olís-deild karla í dag. 23. febrúar 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍBV 25-38| Fjölnir fallinn úr efstu deild ÍBV fór illa með Fjölni á heimavelli þegar liðið féll úr efstu deild. Fjölnir situr á botni deildarinnar með 5 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. 23. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 23-24 | Valsmenn áfram á sigurbraut eftir háspennu Valur styrkti stöðu sína á toppi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld með 24-23 sigri á ÍR í Breiðholti. ÍR-ingar fengu tækifæri til að jafna metin í lokasókninni en nýttu það illa. 23. febrúar 2020 21:15
Breki: Ólíklegt að ég fari í Grillið Breki Dagsson hefur átt frábært tímabil í Olís deildinni með Fjölni en nú er ljóst að liðið leikur ekki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð 23. febrúar 2020 18:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 20-34 | FH rúllaði yfir HK eftir rólega byrjun FH vann fjórtán marka sigur á HK í Kórnum í dag, 20-34 í 19. umferð Olís-deild karla í dag. 23. febrúar 2020 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍBV 25-38| Fjölnir fallinn úr efstu deild ÍBV fór illa með Fjölni á heimavelli þegar liðið féll úr efstu deild. Fjölnir situr á botni deildarinnar með 5 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. 23. febrúar 2020 17:15