Íslensk EGG – heilnæm og örugg Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. febrúar 2020 15:30 Í nýlegri samantekt frá Food and Safety news kemur fram að tæplega 250 nýjar sýkingar af völdum Salmónellu hafa verið skráðar í mörgum Evrópulöndum sem rekja má til eggjaframleiðslu í Póllandi. Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) greindu frá því að í janúar á þessu ári hafi 18 lönd greint frá 656 staðfestum og 202 líklegum tilvikum síðan í febrúar 2017. Það eru 385 staðfest sögulega og 413 sögulega líkleg tilfelli sem ganga allt aftur til ársins 2012 sem gerir þetta að stærsta evrópska Salmónellu Enteritidis faraldri sem mælst hefur. Embættismenn ECDC sögðu þó að raunverulegt umfang faraldursins væri líklega vanmetið. Frá því í nóvember 2018 hefur verið greint frá 248 nýjum tilvikum, þar af voru 124 staðfest, 36 líkleg, 42 sögulegar staðfestar og 46 sögulegar líkur á sýkingum. Meira en 1.600 einstaklingar hafa veikst síðan 2012 frá ólíkum löndum. Belgía, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Svíþjóð og Bretland hafa skráð 1.656 smit frá því 2012. Bretland er með mest með 688 staðfest og líkleg mál, Holland er með 280, Belgía er með 202 og Tékkland er með 111. Upplýsingar um sjúkrahúsvist eru tiltækar fyrir 427 sjúklinga í 12 löndum og 136 þurftu sjúkrahúsmeðferð meðal staðfestra og sögulegra staðfestra tilfella. Einnig var greint frá tveimur sögulegum dauðsföllum, barni og öldruðum sjúklingi. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í rjómabollum og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati. Í skýrslu MAST frá nóvember 2019 kemur fram að „Það hefur aldrei verið hægt að staðfesta matarborna hópsýkingar í fólki hérlendis vegna innlendra eggja“. Hvað segir það okkur um íslenska eggjaframleiðslu? Það skiptir máli að neytendur viti hvort þeir séu að borða íslensk egg eða innflutt egg. Það er á ábyrgð innflytjanda og söluaðila að upplýsa neytendur hvaða vöru verið er að selja og hvaðan hún kemur. Sérstaklega þegar kemur að fersku hráefni sem borið getur með sér bannvænar veirusýkingar eins og Salmónellu. Sem betur fer búum við svo vel að vera með eina bestu og heilnæmustu eggjaframleiðslu í heimi og getum vel annað allri eftirspurn. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í nýlegri samantekt frá Food and Safety news kemur fram að tæplega 250 nýjar sýkingar af völdum Salmónellu hafa verið skráðar í mörgum Evrópulöndum sem rekja má til eggjaframleiðslu í Póllandi. Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) greindu frá því að í janúar á þessu ári hafi 18 lönd greint frá 656 staðfestum og 202 líklegum tilvikum síðan í febrúar 2017. Það eru 385 staðfest sögulega og 413 sögulega líkleg tilfelli sem ganga allt aftur til ársins 2012 sem gerir þetta að stærsta evrópska Salmónellu Enteritidis faraldri sem mælst hefur. Embættismenn ECDC sögðu þó að raunverulegt umfang faraldursins væri líklega vanmetið. Frá því í nóvember 2018 hefur verið greint frá 248 nýjum tilvikum, þar af voru 124 staðfest, 36 líkleg, 42 sögulegar staðfestar og 46 sögulegar líkur á sýkingum. Meira en 1.600 einstaklingar hafa veikst síðan 2012 frá ólíkum löndum. Belgía, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Svíþjóð og Bretland hafa skráð 1.656 smit frá því 2012. Bretland er með mest með 688 staðfest og líkleg mál, Holland er með 280, Belgía er með 202 og Tékkland er með 111. Upplýsingar um sjúkrahúsvist eru tiltækar fyrir 427 sjúklinga í 12 löndum og 136 þurftu sjúkrahúsmeðferð meðal staðfestra og sögulegra staðfestra tilfella. Einnig var greint frá tveimur sögulegum dauðsföllum, barni og öldruðum sjúklingi. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í rjómabollum og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati. Í skýrslu MAST frá nóvember 2019 kemur fram að „Það hefur aldrei verið hægt að staðfesta matarborna hópsýkingar í fólki hérlendis vegna innlendra eggja“. Hvað segir það okkur um íslenska eggjaframleiðslu? Það skiptir máli að neytendur viti hvort þeir séu að borða íslensk egg eða innflutt egg. Það er á ábyrgð innflytjanda og söluaðila að upplýsa neytendur hvaða vöru verið er að selja og hvaðan hún kemur. Sérstaklega þegar kemur að fersku hráefni sem borið getur með sér bannvænar veirusýkingar eins og Salmónellu. Sem betur fer búum við svo vel að vera með eina bestu og heilnæmustu eggjaframleiðslu í heimi og getum vel annað allri eftirspurn. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun