Snarræði slökkviliðsmanna kom í veg fyrir að ekki fór enn verr Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 11:45 Eigandi Vélsmiðjunnar Hamars segir hjarta fyrirtækisins hafa brunnið í nótt. Vísir/Vilhelm Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37
„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06