Bíða að meðaltali í sextán mánuði eftir úrlausn í umgengnismálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 08:30 Löng bið er eftir því að fá úrlausn í umgengnismálum hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins. vísir/vilhelm Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér. Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér.
Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira