Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 12:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24