Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 22:00 Frá síðasta Reykjavíkurskákmóti þar sem sjálfur Firouzja tók þátt. Fiona Steil-Antoni Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjavíkurskákmótsins og á vefsíðu Skáksambandsins. Á vef Skáksambandsins segir að einnig sé búið að fresta Íslandsmóti skákfélaga sem fara átti fram síðar í þessum mánuði en ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af ráðleggingum embættis landlæknis um að skynsamlegt væri að fresta mótunum tveimur. Stefnt er að því að halda Íslandsmót skákfélaga í seinni hluta maí að óbreyttu og önnur mót, þar með talin landsliðs- og áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og Íslandsmót barnaskólasveita, fara fram á áður tilgreindum tíma nema aðstæður krefjist annars. „Stjórn Skáksambands Íslands harmar að til þessarar ákvörðunar hafi komið. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri hin eina rétta í stöðunni,“ segir á vef Skáksambandsins. Fjölda viðburða og samkoma verið frestað en ekkert samkomubann Fyrr í vikunni greindi Vísir frá fjörugri umræðu sem hafði skapast í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn. Þar var einmitt rætt um það hvort ekki þyrfti að fresta Íslandsmótinu og Reykjavíkurmótinu vegna kórónuveirunnar. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, lýsti því yfir að hann ætlaði að minnsta kosti að halda sig heima vegna smithættu. Skákmenn snerta jú sömu hvítu og svörtu taflmennina og kórónuveiran smitast ekki hvað síst með snertingu. Það skiptir því máli að draga úr líkum á snertismiti eins og Sverrir Björn Björnsson benti á í umræðunni hjá Íslenskum skákmönnum. Þá sagði Jón Þorvaldsson að skáksambandið gæti hugsanlega orðið skaðabótaskylt ef það kæmi upp fjöldasmit á þessum tveimur mótum sem nú hefur annars vegar verið frestað og hins vegar aflýst. Að því er segir á vef Reykjavíkurskákmótsins verður hafist handa í næstu viku við að endurgreiða þeim sem ætluðu að taka þátt þátttökugjaldið. Alls hafa nú 35 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru um 400 manns í sóttkví vegna hennar. Fjölda viðburða og samkoma hefur verið frestað vegna veirunnar, þótt ekkert samkomubann sé í gildi hér á landi, en á meðal þess sem hefur verið frestað er ársfundur Landsvirkjunar sem átti að fara fram í dag, árshátíð Landspítalans sem átti að vera á morgun og árshátíð fyrirtækja á borð við Össur og Marel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skák Reykjavíkurskákmótið Tengdar fréttir Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26 35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45 Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjavíkurskákmótsins og á vefsíðu Skáksambandsins. Á vef Skáksambandsins segir að einnig sé búið að fresta Íslandsmóti skákfélaga sem fara átti fram síðar í þessum mánuði en ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af ráðleggingum embættis landlæknis um að skynsamlegt væri að fresta mótunum tveimur. Stefnt er að því að halda Íslandsmót skákfélaga í seinni hluta maí að óbreyttu og önnur mót, þar með talin landsliðs- og áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og Íslandsmót barnaskólasveita, fara fram á áður tilgreindum tíma nema aðstæður krefjist annars. „Stjórn Skáksambands Íslands harmar að til þessarar ákvörðunar hafi komið. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri hin eina rétta í stöðunni,“ segir á vef Skáksambandsins. Fjölda viðburða og samkoma verið frestað en ekkert samkomubann Fyrr í vikunni greindi Vísir frá fjörugri umræðu sem hafði skapast í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn. Þar var einmitt rætt um það hvort ekki þyrfti að fresta Íslandsmótinu og Reykjavíkurmótinu vegna kórónuveirunnar. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, lýsti því yfir að hann ætlaði að minnsta kosti að halda sig heima vegna smithættu. Skákmenn snerta jú sömu hvítu og svörtu taflmennina og kórónuveiran smitast ekki hvað síst með snertingu. Það skiptir því máli að draga úr líkum á snertismiti eins og Sverrir Björn Björnsson benti á í umræðunni hjá Íslenskum skákmönnum. Þá sagði Jón Þorvaldsson að skáksambandið gæti hugsanlega orðið skaðabótaskylt ef það kæmi upp fjöldasmit á þessum tveimur mótum sem nú hefur annars vegar verið frestað og hins vegar aflýst. Að því er segir á vef Reykjavíkurskákmótsins verður hafist handa í næstu viku við að endurgreiða þeim sem ætluðu að taka þátt þátttökugjaldið. Alls hafa nú 35 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru um 400 manns í sóttkví vegna hennar. Fjölda viðburða og samkoma hefur verið frestað vegna veirunnar, þótt ekkert samkomubann sé í gildi hér á landi, en á meðal þess sem hefur verið frestað er ársfundur Landsvirkjunar sem átti að fara fram í dag, árshátíð Landspítalans sem átti að vera á morgun og árshátíð fyrirtækja á borð við Össur og Marel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skák Reykjavíkurskákmótið Tengdar fréttir Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26 35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45 Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26
35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45
Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51