Þarf ekki að greiða leigu vegna umdeilds gistiskýlis sem komst ekki á koppinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2020 09:00 Útlendingastofnun var óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í dómsmáli í tengslum við leigu á umdeildu gistiskýli fyrir hælisleitendur sem fyrirhugað var við Bíldshöfða. Stofnunin þarf ekki að greiða leigu sem Riverside ehf. taldi sig eiga inni auk þess sem að Riverside ehf. þarf ekki að endurgreiða leigugreiðslur sem það hafði þegar fengið frá stofnuninni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur fjórtán fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Lögbann var hins vegar lagt á breytinguna á skipulaginu og í maí árið 2018 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Útlendingastofnun væri óheimilt að opna gistiskýlið. Ekkert varð því af opnun þess. Riverside vildi leigu og Útlendingastofnun vildi fá endurgreiðslu Síðar höfðaði Riverside ehf., sem leigði Útlendingastofnun umrætt rými, mál á hendur stofnuninni og krafðist félagið þess að fá greidda leigu fyrir umrætt rými fyrir ákveðið tímabil, sem Útlendingastofnun hafði neitað að greiða. Útlendingastofnun höfðaði gagnsök gegn Riverside í málinu og krafðist þess að fá endurgreidda þriggja mánaða leigu sem stofnunin hafði þegar greidd Riverside ehf., þar sem stofnunin hafi ekki getað notað húsnæðið. Dómur í málinu var kveðinn upp í morgun og sýknaði héraðsdómur Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í málinu. Riverside ehf. þarf þó að greiða Útlendingastofnun 1,5 milljónir króna í útlagðan kostnað sem ekki var deilt um í málinu. Atli Már Ingólfsson, lögmaður Riverside ehf., segir í samtali við Vísi að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Dómsmál Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í dómsmáli í tengslum við leigu á umdeildu gistiskýli fyrir hælisleitendur sem fyrirhugað var við Bíldshöfða. Stofnunin þarf ekki að greiða leigu sem Riverside ehf. taldi sig eiga inni auk þess sem að Riverside ehf. þarf ekki að endurgreiða leigugreiðslur sem það hafði þegar fengið frá stofnuninni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur fjórtán fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Lögbann var hins vegar lagt á breytinguna á skipulaginu og í maí árið 2018 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Útlendingastofnun væri óheimilt að opna gistiskýlið. Ekkert varð því af opnun þess. Riverside vildi leigu og Útlendingastofnun vildi fá endurgreiðslu Síðar höfðaði Riverside ehf., sem leigði Útlendingastofnun umrætt rými, mál á hendur stofnuninni og krafðist félagið þess að fá greidda leigu fyrir umrætt rými fyrir ákveðið tímabil, sem Útlendingastofnun hafði neitað að greiða. Útlendingastofnun höfðaði gagnsök gegn Riverside í málinu og krafðist þess að fá endurgreidda þriggja mánaða leigu sem stofnunin hafði þegar greidd Riverside ehf., þar sem stofnunin hafi ekki getað notað húsnæðið. Dómur í málinu var kveðinn upp í morgun og sýknaði héraðsdómur Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í málinu. Riverside ehf. þarf þó að greiða Útlendingastofnun 1,5 milljónir króna í útlagðan kostnað sem ekki var deilt um í málinu. Atli Már Ingólfsson, lögmaður Riverside ehf., segir í samtali við Vísi að málinu verði áfrýjað til Landsréttar.
Dómsmál Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00