Fótbolti

D-deildarlið sló Düsseldorf út og fylgdi Bayern í undanúrslit

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Saarbrücken fögnuðu ákaft eftir að hafa óvænt slegið út efstudeildarlið og komist í undanúrslit þýska bikarsins.
Leikmenn Saarbrücken fögnuðu ákaft eftir að hafa óvænt slegið út efstudeildarlið og komist í undanúrslit þýska bikarsins. vísir/getty

Bayern München komst í kvöld í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í fótbolta með eins marks sigri á Schalke.

Það var Joshua Kimmich sem skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu en hann lék sem miðvörður í leiknum og átti samt 90 sendingar í fyrri hálflfeiknum, eða jafnmargar og allt Schalke-liðið.

Bayern hefur nú komist í undanúrslit þýska bikarsins ellefu ár í röð.

Saarbrücken, sem leikur í D-deild, er einnig komið í undanúrslitin eftir að hafa unnið efstudeildarlið Fortuna Düsseldorf í dramatískri vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 og hvort lið hafði tekið tíu spyrnur í vítakeppninni þegar yfir lauk. Saarbrücken skoraði úr sjö af sínum en Düsseldorf sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×