Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Eiður Þór Árnason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 1. mars 2020 20:55 Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. Vísir/Egill Þriðja tilfelli kórónuveirunnar hefur nú verið greint á Íslandi. Um er að ræða konu á fimmtugsaldri sem var að koma úr skíðaferð á Ítalíu. Hún kom til landsins í gær og flaug í gegnum Munchen í Þýskalandi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þetta er annað smitið sem greinst hefur í dag. Fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöð almannavarna að þriðja tilfellið hafi verið staðfest fyrr í kvöld á veiru- og sýklafræðideild Landspítala. „Þau tilfelli sem greind hafa verið í dag tengjast bæði flugferðum á vegum Icelandair til landsins í gær; annars vegar flugi sem kom frá Veróna og hins vegar flugi sem kom frá Munchen. Báðir einstaklingarnir höfðu verið á skíðum á Ítalíu. Líðan þeirra sem greindust með veiruna í dag er góð, en þau sýna dæmigerð einkenni sjúkdómsins (hósti, hiti og beinverkir).“ Ekki öllum farþegum vélarinnar gert að fara í sóttkví Þeir sem dvöldu á Ítalíu og komu með sömu vél frá Munchen verður nú einnig ráðlagt að fara í sóttkví. Allir þrír einstaklingarnir sem greindir hafa verið með veiruna eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem greindist fyrr í dag kom heim til Íslands frá Ítalíu með vél Icelandair frá Veróna í gær. Sá er lítið veikur og er nú í heimasóttkví. Allir farþegar vélarinnar voru Íslendingar. Þeim hefur nú öllum verið gert að fara í sóttkví ásamt flugþjónum vélarinnar. Um 300 manns eru nú í sóttkví á landinu. Munu hafa samband við farþega „Haft verður samband við hópinn í gegnum tölvupóst og með símtali frá heilbrigðisstarfsmanni. Um er að ræða 180 einstaklinga, en til að sinna þessu verki var hópur hjúkrunarfræðinga fenginn til liðsinnis við smitrannsóknarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningunni. „Sóttvarnalæknir minnir á að einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði, sjá leiðbeiningar til einstaklinga í sóttkví. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum innan 14 daga, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.“ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Þriðja tilfelli kórónuveirunnar hefur nú verið greint á Íslandi. Um er að ræða konu á fimmtugsaldri sem var að koma úr skíðaferð á Ítalíu. Hún kom til landsins í gær og flaug í gegnum Munchen í Þýskalandi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þetta er annað smitið sem greinst hefur í dag. Fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöð almannavarna að þriðja tilfellið hafi verið staðfest fyrr í kvöld á veiru- og sýklafræðideild Landspítala. „Þau tilfelli sem greind hafa verið í dag tengjast bæði flugferðum á vegum Icelandair til landsins í gær; annars vegar flugi sem kom frá Veróna og hins vegar flugi sem kom frá Munchen. Báðir einstaklingarnir höfðu verið á skíðum á Ítalíu. Líðan þeirra sem greindust með veiruna í dag er góð, en þau sýna dæmigerð einkenni sjúkdómsins (hósti, hiti og beinverkir).“ Ekki öllum farþegum vélarinnar gert að fara í sóttkví Þeir sem dvöldu á Ítalíu og komu með sömu vél frá Munchen verður nú einnig ráðlagt að fara í sóttkví. Allir þrír einstaklingarnir sem greindir hafa verið með veiruna eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem greindist fyrr í dag kom heim til Íslands frá Ítalíu með vél Icelandair frá Veróna í gær. Sá er lítið veikur og er nú í heimasóttkví. Allir farþegar vélarinnar voru Íslendingar. Þeim hefur nú öllum verið gert að fara í sóttkví ásamt flugþjónum vélarinnar. Um 300 manns eru nú í sóttkví á landinu. Munu hafa samband við farþega „Haft verður samband við hópinn í gegnum tölvupóst og með símtali frá heilbrigðisstarfsmanni. Um er að ræða 180 einstaklinga, en til að sinna þessu verki var hópur hjúkrunarfræðinga fenginn til liðsinnis við smitrannsóknarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningunni. „Sóttvarnalæknir minnir á að einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði, sjá leiðbeiningar til einstaklinga í sóttkví. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum innan 14 daga, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.“
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01