Áhrifavaldur styrkir handboltalið | Landsliðsmenn í þjálfarateyminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 07:00 Hjálmar Örn er einn helsti bakhjarl Vængja Júpíters. Vísir/Hjálmar Örn Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Sjá meira