Lærir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað vegna veirunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:00 Melkorka ákvað að fara heim til Íslands þegar Trump tók ákvörðun um farbann. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um farbann til Bandaríkjanna í gær ákvað Melkorka Davíðsdóttir Pitt, sem stundar leiklistarnám í New York University, að fara heim til Íslands. Síðustu vikuna hefur mikil óvissa verið uppi um námið og stöðu hennar í borginni en hún segir að það sé gott að vera búin að taka ákvörðun um málið og flýgur heim í kvöld. „Það var tekin ákvörðun af skólanum að hafa alla kennslu í gegnum fjarskiptabúnað fram að vorfríi og líka í nokkrar vikur eftir vorfrí. Það er ekki vitað hvort það verði út önnina jafnvel. Það er í skoðun, “ segir Melkorka. Sú ákvörðun hafi auðveldað hennar ákvörðun að drífa sig heim, henni finnist öruggara að vera á Íslandi og treysta á heilbrigðiskerfið hér en úti. Þá geti hún eytt tímanum með fjölskyldunni sem er einmitt að ljúka tveggja vikna sóttkví eftir Ítalíuferð.Hreyfitímar á netinu Melkorka segir leiklistarkennslu í gegnum fjarskiptabúnað vissulega óvenjulega. Hún hafi farið í tvo akademíska tíma í gegnum kerfið sem hafi gengið mjög vel en hún muni einnig fara í raddþjálfun, hreyfitíma og leiklistarþjálfun. Samskiptakerfið sem er notað heitir Zoom. „Við höfum hlegið að því hvernig þetta verði. Leiklist er unnin út frá snertingu og samskiptum, að vinna í pörum og svo framvegis. Þannig að þetta verður áhugavert. Sumir kennararnir verða líka með börn heima í stofu að kenna okkur og svona. En kerfið virkar þannig að það er hægt að rétta upp hönd, láta vita ef maður fer á klósettið og sá sem er að tala er alltaf með stærsta plássið á skjánum. En þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kennir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað. Deildarstjórinn er jákvæður og segir að mögulega komi bara eitthvað frábært og nýtt út úr þessu.“ Melkorka segir marga nemendur hafa ákveðið að fara heim til sín við þessa ákvörðun um fjarkennslu, bæði bandarískir nemendur og alþjóðlegir. Hún geri ekki endilega ráð fyrir að snúa aftur til Bandaríkjanna á þessari önn en það verði hreinlega að koma í ljós. Starfsfólk skólans geri allt til að liðka fyrir og aðstoða nemendur svo hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að komast ekki aftur inn í landið vegna farbannsins. Hún segir mikla óvissu fylgja þessu ástandi – í borginni allri. „Maður finnur aðeins fyrir áhrifunum. Það er minna af fólki úti á götu, rólegra yfir öllu og á sunnudaginn fór ég í Whole Food sem er yfirleitt full af fólki og vörum en núna eru tómar hillur. Það er greinilegt að fólk er að undirbúa að leggjast í dvala.“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um farbann til Bandaríkjanna í gær ákvað Melkorka Davíðsdóttir Pitt, sem stundar leiklistarnám í New York University, að fara heim til Íslands. Síðustu vikuna hefur mikil óvissa verið uppi um námið og stöðu hennar í borginni en hún segir að það sé gott að vera búin að taka ákvörðun um málið og flýgur heim í kvöld. „Það var tekin ákvörðun af skólanum að hafa alla kennslu í gegnum fjarskiptabúnað fram að vorfríi og líka í nokkrar vikur eftir vorfrí. Það er ekki vitað hvort það verði út önnina jafnvel. Það er í skoðun, “ segir Melkorka. Sú ákvörðun hafi auðveldað hennar ákvörðun að drífa sig heim, henni finnist öruggara að vera á Íslandi og treysta á heilbrigðiskerfið hér en úti. Þá geti hún eytt tímanum með fjölskyldunni sem er einmitt að ljúka tveggja vikna sóttkví eftir Ítalíuferð.Hreyfitímar á netinu Melkorka segir leiklistarkennslu í gegnum fjarskiptabúnað vissulega óvenjulega. Hún hafi farið í tvo akademíska tíma í gegnum kerfið sem hafi gengið mjög vel en hún muni einnig fara í raddþjálfun, hreyfitíma og leiklistarþjálfun. Samskiptakerfið sem er notað heitir Zoom. „Við höfum hlegið að því hvernig þetta verði. Leiklist er unnin út frá snertingu og samskiptum, að vinna í pörum og svo framvegis. Þannig að þetta verður áhugavert. Sumir kennararnir verða líka með börn heima í stofu að kenna okkur og svona. En kerfið virkar þannig að það er hægt að rétta upp hönd, láta vita ef maður fer á klósettið og sá sem er að tala er alltaf með stærsta plássið á skjánum. En þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kennir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað. Deildarstjórinn er jákvæður og segir að mögulega komi bara eitthvað frábært og nýtt út úr þessu.“ Melkorka segir marga nemendur hafa ákveðið að fara heim til sín við þessa ákvörðun um fjarkennslu, bæði bandarískir nemendur og alþjóðlegir. Hún geri ekki endilega ráð fyrir að snúa aftur til Bandaríkjanna á þessari önn en það verði hreinlega að koma í ljós. Starfsfólk skólans geri allt til að liðka fyrir og aðstoða nemendur svo hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að komast ekki aftur inn í landið vegna farbannsins. Hún segir mikla óvissu fylgja þessu ástandi – í borginni allri. „Maður finnur aðeins fyrir áhrifunum. Það er minna af fólki úti á götu, rólegra yfir öllu og á sunnudaginn fór ég í Whole Food sem er yfirleitt full af fólki og vörum en núna eru tómar hillur. Það er greinilegt að fólk er að undirbúa að leggjast í dvala.“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00