Ítalir hafa komið þjóða verst út í faraldrinum til þessa þar sem á sjöunda þúsund manns hafa látist og yfir 70 þúsund manns eru smitaðir af veirunni.
Englendingar nýttu það stórkostlega mannvirki sem Wembley er til að senda kveðju til ítölsku þjóðarinnar og var þjóðarleikvangur Englendinga lýstur upp í fánalitum Ítalíu.
We may not be sharing the pitch tonight @azzurri, but we stand together and united in this difficult time#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/avatfpEBQy
— England (@England) March 27, 2020