Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 18:43 Álftamýrarskóli þar sem skólastarf frestast vegna kórónuveirusmits. Vísir Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu vikur. Um 130 nemendur eru í skólanum Smitaðist á Hótel Rangá Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram á morgun verið frestað til 2. september í Hvassaleitisskóla og til 7 september í Álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu smitaðist viðkomand starfsmaðuri í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og tíu gestir smituðust af kórónuveirunni. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það var verið að kynna starfsmanninn sem er nýr fyrir starfsfólki í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla en hann er nýr og starfar fyrir báða skólanna og svo óheppilega vildi til að hann reyndist smitaður. Þá var gripið til þess ráðs að setja alla starfsmenn í sóttkví til að koma í veg fyrir fleiri möguleg smit í þessu samfélagi,“ segir Helgi. Hann segir segir skiljanlegt að röskunin reyni á foreldra og börn. „Við munum vera í sambandi við fjölskyldur barnanna og byggja upp eitthvað form af heimavinnu en þar sem ekki er búið að úthluta námsgögnum verður það með óhefðbundu sniði. Þá áttum við fund með starfsfólki frístundamiðstöðva í dag og börn í fyrsta bekk og börn með sérþarfir munu geta sótt þangað. Við vonumst einnig til að geta boðið upp á leikjanámskeið meðan á lokun stendur en það kemur í ljóst á morgun,“ segir Helgi. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir Hann segir ljóst að svona tilfelli komi upp af og til á næstu mánuðum. „Þetta er hluti af því lífi sem er bæði hér og út um allan heim og það má alveg búast við að svona aðstæður skapist í samfélaginu. Við þekkjum öll að vinnustaðir hafa þurft að loka vegna smits og þetta er bara eitt af því sem við þurfum að læra að lifa með,“ segir Helgi. Þá greindist starfsmaður á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ með með kórónuveirusmit. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ er verið að vinna málið í samvinnu við rakningarteymi. Þar sem nú sé verið að vinna samkvæmt hættustigi almannavarna hafi skólinn ekki verið hólfaður niður eins og í fyrri bylgju faraldursins þegar neyðarstig almannavarna gilti. Allir starfsmenn og um 100 nemendur skólans hafi því verið settir í úrvinnslusóttkví í tvær vikur. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að neyðarstig almannavarna sé ekki til umræðu eins og sakir standa. Staðan verði tekin á morgun. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40 Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu vikur. Um 130 nemendur eru í skólanum Smitaðist á Hótel Rangá Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram á morgun verið frestað til 2. september í Hvassaleitisskóla og til 7 september í Álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu smitaðist viðkomand starfsmaðuri í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og tíu gestir smituðust af kórónuveirunni. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það var verið að kynna starfsmanninn sem er nýr fyrir starfsfólki í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla en hann er nýr og starfar fyrir báða skólanna og svo óheppilega vildi til að hann reyndist smitaður. Þá var gripið til þess ráðs að setja alla starfsmenn í sóttkví til að koma í veg fyrir fleiri möguleg smit í þessu samfélagi,“ segir Helgi. Hann segir segir skiljanlegt að röskunin reyni á foreldra og börn. „Við munum vera í sambandi við fjölskyldur barnanna og byggja upp eitthvað form af heimavinnu en þar sem ekki er búið að úthluta námsgögnum verður það með óhefðbundu sniði. Þá áttum við fund með starfsfólki frístundamiðstöðva í dag og börn í fyrsta bekk og börn með sérþarfir munu geta sótt þangað. Við vonumst einnig til að geta boðið upp á leikjanámskeið meðan á lokun stendur en það kemur í ljóst á morgun,“ segir Helgi. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir Hann segir ljóst að svona tilfelli komi upp af og til á næstu mánuðum. „Þetta er hluti af því lífi sem er bæði hér og út um allan heim og það má alveg búast við að svona aðstæður skapist í samfélaginu. Við þekkjum öll að vinnustaðir hafa þurft að loka vegna smits og þetta er bara eitt af því sem við þurfum að læra að lifa með,“ segir Helgi. Þá greindist starfsmaður á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ með með kórónuveirusmit. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ er verið að vinna málið í samvinnu við rakningarteymi. Þar sem nú sé verið að vinna samkvæmt hættustigi almannavarna hafi skólinn ekki verið hólfaður niður eins og í fyrri bylgju faraldursins þegar neyðarstig almannavarna gilti. Allir starfsmenn og um 100 nemendur skólans hafi því verið settir í úrvinnslusóttkví í tvær vikur. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að neyðarstig almannavarna sé ekki til umræðu eins og sakir standa. Staðan verði tekin á morgun.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40 Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59
Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40
Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11