Stefna á toppinn í hárvöruheiminum Andri Eysteinsson skrifar 23. ágúst 2020 21:00 Alexander og Gunnar segja að ólíkir stílar þeirra hafa verið mikinn kost í ferlinu. Fax/Egill Gauti Gamall draumur tveggja ungra hárgreiðslumanna hefur ræst því Alexander Kristjánsson á RVK Hair og Gunnar Malmquist Þórsson á Blondie hafa hafið sölu á eigin hárvörum á stofum sínum. Félagarnir eru þó ekki einir á ferð því þriðji meðlimurinn er frumkvöðullinn Auðun Bragi Kjartansson sem sér um markaðsmál. Hárvörurnar, sem bera nafnið Fax, eru að sögn Alexanders fyrsta íslenska hárvörumerkið síðan að handboltalandsliðsmennirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson seldu Silver-gelið eftir silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum 2008. Fax hefur líka sínar handboltatengingar en Gunnar Malmquist, sem þekktur er í hárheiminum sem VikingBlendz, hefur leikið handbolta með liði Aftureldingar í Olísdeildinni síðustu ár. Á meðal viðskiptavina Gunnars sem hafa fengið að prófa Fax-vörurnar er þá áðurnefndur Björgvin Páll og segja strákarnir markvörðinn fara fögrum orðum um Faxið. View this post on Instagram A post shared by F A X - Hárvörur (@faxiceland) on Aug 22, 2020 at 6:48am PDT Alexander segir í samtali við Vísi að Fax eigi sér langan aðdraganda en framleiðsluferlið hafi hafist fyrir hálfu ári síðan. „Mig hefur alltaf langað til þess að framleiða hágæða íslenskar hárvörur sem gætu keppt við þær erlendu,“ segir Alexander. Hann hafi leitað til Auðuns Braga og þá hafi boltinn farið að rúlla. „Hann er svolítið þessi sem lætur hlutina gerast. Það tók sinn tíma að finna framleiðandi sem stóðst kröfurnar sem við gerðum en það tókst og við flugum til Englands og funduðum.“ Við hafi tekið prófunarferli en á meðan að á því stóð hafi Auðun og Alexander kynnst Gunnari og hafi hann smellpassað inn í Fax-teymið. „Við Gunnar erum gjörólíkir klipparar svo það var frábært að fá hann með okkur í lið. Innkoma hans hjálpaði okkur að þróa vöru sem höfðar til enn stærri markhóps,“ segir Alexander. „Þessi draumur hafði líka lengi blundað í mér,“ segir Gunnar sem hefur notið mikilli vinsælda sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hann segir klárt að Fax sé komið til að vera á íslenskum hárvörumarkaði og stefnt sé enn hærra. „Hvorki ég né Alexander myndum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörurnar ef þær væru ekki í hæsta gæðaflokki. Við erum komnir til að vera og vinnum sífellt í því að verða betri og betri,“ segir Gunnar. Vinna að því að flytja framleiðsluna til Íslands Liður í því að verða betri er að sögn Fax-teymisins að flytja framleiðsluna að endingu alfarið til Íslands en eins og stendur fer hún fram á Englandi. „Markmiðið er að flytja framleiðsluna til Íslands svo hægt verði að bjóða upp á 100% íslenska vöru,“ segir Gunnar og segir félagana óhrædda við að hugsa stórt þegar litið er til framtíðar. Félagarnir vinna nú að því að koma Fax-vörunum í sölu víðar en á eigin stofum. „Auðvitað stefnum við hátt og viljum sjá Fax á boðstólunum hjá rakarastofum um allan heim,“ segir Gunnar Malmquist eða Vikingblendz í samtali við Vísi. Nýsköpun Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Gamall draumur tveggja ungra hárgreiðslumanna hefur ræst því Alexander Kristjánsson á RVK Hair og Gunnar Malmquist Þórsson á Blondie hafa hafið sölu á eigin hárvörum á stofum sínum. Félagarnir eru þó ekki einir á ferð því þriðji meðlimurinn er frumkvöðullinn Auðun Bragi Kjartansson sem sér um markaðsmál. Hárvörurnar, sem bera nafnið Fax, eru að sögn Alexanders fyrsta íslenska hárvörumerkið síðan að handboltalandsliðsmennirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson seldu Silver-gelið eftir silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum 2008. Fax hefur líka sínar handboltatengingar en Gunnar Malmquist, sem þekktur er í hárheiminum sem VikingBlendz, hefur leikið handbolta með liði Aftureldingar í Olísdeildinni síðustu ár. Á meðal viðskiptavina Gunnars sem hafa fengið að prófa Fax-vörurnar er þá áðurnefndur Björgvin Páll og segja strákarnir markvörðinn fara fögrum orðum um Faxið. View this post on Instagram A post shared by F A X - Hárvörur (@faxiceland) on Aug 22, 2020 at 6:48am PDT Alexander segir í samtali við Vísi að Fax eigi sér langan aðdraganda en framleiðsluferlið hafi hafist fyrir hálfu ári síðan. „Mig hefur alltaf langað til þess að framleiða hágæða íslenskar hárvörur sem gætu keppt við þær erlendu,“ segir Alexander. Hann hafi leitað til Auðuns Braga og þá hafi boltinn farið að rúlla. „Hann er svolítið þessi sem lætur hlutina gerast. Það tók sinn tíma að finna framleiðandi sem stóðst kröfurnar sem við gerðum en það tókst og við flugum til Englands og funduðum.“ Við hafi tekið prófunarferli en á meðan að á því stóð hafi Auðun og Alexander kynnst Gunnari og hafi hann smellpassað inn í Fax-teymið. „Við Gunnar erum gjörólíkir klipparar svo það var frábært að fá hann með okkur í lið. Innkoma hans hjálpaði okkur að þróa vöru sem höfðar til enn stærri markhóps,“ segir Alexander. „Þessi draumur hafði líka lengi blundað í mér,“ segir Gunnar sem hefur notið mikilli vinsælda sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hann segir klárt að Fax sé komið til að vera á íslenskum hárvörumarkaði og stefnt sé enn hærra. „Hvorki ég né Alexander myndum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörurnar ef þær væru ekki í hæsta gæðaflokki. Við erum komnir til að vera og vinnum sífellt í því að verða betri og betri,“ segir Gunnar. Vinna að því að flytja framleiðsluna til Íslands Liður í því að verða betri er að sögn Fax-teymisins að flytja framleiðsluna að endingu alfarið til Íslands en eins og stendur fer hún fram á Englandi. „Markmiðið er að flytja framleiðsluna til Íslands svo hægt verði að bjóða upp á 100% íslenska vöru,“ segir Gunnar og segir félagana óhrædda við að hugsa stórt þegar litið er til framtíðar. Félagarnir vinna nú að því að koma Fax-vörunum í sölu víðar en á eigin stofum. „Auðvitað stefnum við hátt og viljum sjá Fax á boðstólunum hjá rakarastofum um allan heim,“ segir Gunnar Malmquist eða Vikingblendz í samtali við Vísi.
Nýsköpun Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira