Samkeppnin um unga fólkið Oddný Björk Daníelsdóttir og Sigfríð Hallgrímsdóttir skrifa 24. ágúst 2020 07:00 „Frelsi, minna stress, fleiri klukkustundir í sólarhringnum“ eru m.a. það sem ungt, aðflutt fólk á landsbyggðinni svarar þegar spurt er hverjir kostirnir séu við að búa út á landi. Við búum í samfélagi samkeppninnar. Það er samkeppni um bensínverð, starfsfólk, neytendur og síðast en ekki síst íbúa. Hjá sveitarfélögum landsbyggðarinnar er mesta samkeppnin um ungt fólk, við viljum fá ungt fólk til að búa í sveitarfélaginu okkar, festa hér rætur og stofna heimili. En með auknum íbúafjölda aukast líka kröfurnar á sveitarfélagið. Fólk setur ýmislegt fyrir sig þegar kemur að því að velja heimkynni; húsnæði, atvinna, lífsgæði, þjónusta, heilbrigðiskerfi, samgöngur, skólakerfi, samfélag og svo mætti lengi telja. „Skortur á atvinnu og húsnæði, ekkert að gera almennt“ er hinsvegar það sem ungt fólk svarar þegar það er spurt um ókostina við að búa út á landi. Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þarf markvisst að vinna að því að fá fólk á öllum aldri til að setjast að til frambúðar. Eitt það fyrsta sem hindrar fólk að flytja er húsnæðisskortur. Því þarf að tryggja að fjölbreytt úrval deiliskipulagðra lóða sé til staðar sem og leiðbeinandi ráðgjöf vegna nýbygginga. Þannig auðveldar sveitarfélagið áhugasömum einstaklingum og verktökum að byggja íbúðarhúsnæði fyrir aðflutta sem og heimamenn. Sveitastjórnin þarf líka að berjast fyrir öllum þeim opinberu störfum sem fyrir eru á svæðinu sem og að ná í verkefni og sérfræðistörf frá hinu opinbera. Þar með aukast möguleikarnir á fjölbreyttu atvinnulífi. Ný störf skapast líka heima í stofu hjá fólki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar koma saman og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er sveitarfélaginu, sem og íbúum þess, í hag að nýta þann mannauð sem er á svæðinu og hvetja þá einstaklinga sem búa yfir góðum hugmyndum að til framkvæmda. Maður er manns gaman og mannlíf í öllum byggðarkjörnunum er iðandi. Við eigum að vera ófeimin við að vera stollt af því sem við búum yfir; hér er menning, hér eru útivistaperlur, hér ættu allir að geta fundið einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Með vilja, dugnaði og þori er hægt að ná þessum markmiðum á komandi árum. Það er full ástæða til að vera bjartsýn á að nýtt sveitarfélag geti tekist á við þá áskorun að laða ungt fólk að á komandi árum. Unga fólkið kemur með tækifærin, bjóðum þau velkomin. Oddný Björk Daníelsdóttir, 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Sigfríð Hallgrímsdóttir, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Frelsi, minna stress, fleiri klukkustundir í sólarhringnum“ eru m.a. það sem ungt, aðflutt fólk á landsbyggðinni svarar þegar spurt er hverjir kostirnir séu við að búa út á landi. Við búum í samfélagi samkeppninnar. Það er samkeppni um bensínverð, starfsfólk, neytendur og síðast en ekki síst íbúa. Hjá sveitarfélögum landsbyggðarinnar er mesta samkeppnin um ungt fólk, við viljum fá ungt fólk til að búa í sveitarfélaginu okkar, festa hér rætur og stofna heimili. En með auknum íbúafjölda aukast líka kröfurnar á sveitarfélagið. Fólk setur ýmislegt fyrir sig þegar kemur að því að velja heimkynni; húsnæði, atvinna, lífsgæði, þjónusta, heilbrigðiskerfi, samgöngur, skólakerfi, samfélag og svo mætti lengi telja. „Skortur á atvinnu og húsnæði, ekkert að gera almennt“ er hinsvegar það sem ungt fólk svarar þegar það er spurt um ókostina við að búa út á landi. Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þarf markvisst að vinna að því að fá fólk á öllum aldri til að setjast að til frambúðar. Eitt það fyrsta sem hindrar fólk að flytja er húsnæðisskortur. Því þarf að tryggja að fjölbreytt úrval deiliskipulagðra lóða sé til staðar sem og leiðbeinandi ráðgjöf vegna nýbygginga. Þannig auðveldar sveitarfélagið áhugasömum einstaklingum og verktökum að byggja íbúðarhúsnæði fyrir aðflutta sem og heimamenn. Sveitastjórnin þarf líka að berjast fyrir öllum þeim opinberu störfum sem fyrir eru á svæðinu sem og að ná í verkefni og sérfræðistörf frá hinu opinbera. Þar með aukast möguleikarnir á fjölbreyttu atvinnulífi. Ný störf skapast líka heima í stofu hjá fólki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar koma saman og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er sveitarfélaginu, sem og íbúum þess, í hag að nýta þann mannauð sem er á svæðinu og hvetja þá einstaklinga sem búa yfir góðum hugmyndum að til framkvæmda. Maður er manns gaman og mannlíf í öllum byggðarkjörnunum er iðandi. Við eigum að vera ófeimin við að vera stollt af því sem við búum yfir; hér er menning, hér eru útivistaperlur, hér ættu allir að geta fundið einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Með vilja, dugnaði og þori er hægt að ná þessum markmiðum á komandi árum. Það er full ástæða til að vera bjartsýn á að nýtt sveitarfélag geti tekist á við þá áskorun að laða ungt fólk að á komandi árum. Unga fólkið kemur með tækifærin, bjóðum þau velkomin. Oddný Björk Daníelsdóttir, 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Sigfríð Hallgrímsdóttir, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar