Samkeppnin um unga fólkið Oddný Björk Daníelsdóttir og Sigfríð Hallgrímsdóttir skrifa 24. ágúst 2020 07:00 „Frelsi, minna stress, fleiri klukkustundir í sólarhringnum“ eru m.a. það sem ungt, aðflutt fólk á landsbyggðinni svarar þegar spurt er hverjir kostirnir séu við að búa út á landi. Við búum í samfélagi samkeppninnar. Það er samkeppni um bensínverð, starfsfólk, neytendur og síðast en ekki síst íbúa. Hjá sveitarfélögum landsbyggðarinnar er mesta samkeppnin um ungt fólk, við viljum fá ungt fólk til að búa í sveitarfélaginu okkar, festa hér rætur og stofna heimili. En með auknum íbúafjölda aukast líka kröfurnar á sveitarfélagið. Fólk setur ýmislegt fyrir sig þegar kemur að því að velja heimkynni; húsnæði, atvinna, lífsgæði, þjónusta, heilbrigðiskerfi, samgöngur, skólakerfi, samfélag og svo mætti lengi telja. „Skortur á atvinnu og húsnæði, ekkert að gera almennt“ er hinsvegar það sem ungt fólk svarar þegar það er spurt um ókostina við að búa út á landi. Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þarf markvisst að vinna að því að fá fólk á öllum aldri til að setjast að til frambúðar. Eitt það fyrsta sem hindrar fólk að flytja er húsnæðisskortur. Því þarf að tryggja að fjölbreytt úrval deiliskipulagðra lóða sé til staðar sem og leiðbeinandi ráðgjöf vegna nýbygginga. Þannig auðveldar sveitarfélagið áhugasömum einstaklingum og verktökum að byggja íbúðarhúsnæði fyrir aðflutta sem og heimamenn. Sveitastjórnin þarf líka að berjast fyrir öllum þeim opinberu störfum sem fyrir eru á svæðinu sem og að ná í verkefni og sérfræðistörf frá hinu opinbera. Þar með aukast möguleikarnir á fjölbreyttu atvinnulífi. Ný störf skapast líka heima í stofu hjá fólki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar koma saman og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er sveitarfélaginu, sem og íbúum þess, í hag að nýta þann mannauð sem er á svæðinu og hvetja þá einstaklinga sem búa yfir góðum hugmyndum að til framkvæmda. Maður er manns gaman og mannlíf í öllum byggðarkjörnunum er iðandi. Við eigum að vera ófeimin við að vera stollt af því sem við búum yfir; hér er menning, hér eru útivistaperlur, hér ættu allir að geta fundið einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Með vilja, dugnaði og þori er hægt að ná þessum markmiðum á komandi árum. Það er full ástæða til að vera bjartsýn á að nýtt sveitarfélag geti tekist á við þá áskorun að laða ungt fólk að á komandi árum. Unga fólkið kemur með tækifærin, bjóðum þau velkomin. Oddný Björk Daníelsdóttir, 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Sigfríð Hallgrímsdóttir, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
„Frelsi, minna stress, fleiri klukkustundir í sólarhringnum“ eru m.a. það sem ungt, aðflutt fólk á landsbyggðinni svarar þegar spurt er hverjir kostirnir séu við að búa út á landi. Við búum í samfélagi samkeppninnar. Það er samkeppni um bensínverð, starfsfólk, neytendur og síðast en ekki síst íbúa. Hjá sveitarfélögum landsbyggðarinnar er mesta samkeppnin um ungt fólk, við viljum fá ungt fólk til að búa í sveitarfélaginu okkar, festa hér rætur og stofna heimili. En með auknum íbúafjölda aukast líka kröfurnar á sveitarfélagið. Fólk setur ýmislegt fyrir sig þegar kemur að því að velja heimkynni; húsnæði, atvinna, lífsgæði, þjónusta, heilbrigðiskerfi, samgöngur, skólakerfi, samfélag og svo mætti lengi telja. „Skortur á atvinnu og húsnæði, ekkert að gera almennt“ er hinsvegar það sem ungt fólk svarar þegar það er spurt um ókostina við að búa út á landi. Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þarf markvisst að vinna að því að fá fólk á öllum aldri til að setjast að til frambúðar. Eitt það fyrsta sem hindrar fólk að flytja er húsnæðisskortur. Því þarf að tryggja að fjölbreytt úrval deiliskipulagðra lóða sé til staðar sem og leiðbeinandi ráðgjöf vegna nýbygginga. Þannig auðveldar sveitarfélagið áhugasömum einstaklingum og verktökum að byggja íbúðarhúsnæði fyrir aðflutta sem og heimamenn. Sveitastjórnin þarf líka að berjast fyrir öllum þeim opinberu störfum sem fyrir eru á svæðinu sem og að ná í verkefni og sérfræðistörf frá hinu opinbera. Þar með aukast möguleikarnir á fjölbreyttu atvinnulífi. Ný störf skapast líka heima í stofu hjá fólki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar koma saman og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er sveitarfélaginu, sem og íbúum þess, í hag að nýta þann mannauð sem er á svæðinu og hvetja þá einstaklinga sem búa yfir góðum hugmyndum að til framkvæmda. Maður er manns gaman og mannlíf í öllum byggðarkjörnunum er iðandi. Við eigum að vera ófeimin við að vera stollt af því sem við búum yfir; hér er menning, hér eru útivistaperlur, hér ættu allir að geta fundið einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Með vilja, dugnaði og þori er hægt að ná þessum markmiðum á komandi árum. Það er full ástæða til að vera bjartsýn á að nýtt sveitarfélag geti tekist á við þá áskorun að laða ungt fólk að á komandi árum. Unga fólkið kemur með tækifærin, bjóðum þau velkomin. Oddný Björk Daníelsdóttir, 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Sigfríð Hallgrímsdóttir, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar