Þrír skjólstæðingar í sóttkví eftir að starfsmaður Borgarsels greindist með veiruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 12:07 Borgarsel er rekið af hjúkrunarheimilinu Eir en er ekki staðsett í húsnæði þess. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Borgarsels, dagþjálfunar fyrir heilabilaða sem rekin er af hjúkrunarheimilinu Eir og staðsett er í Spönginni, greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag, þann 20. ágúst. Starfsmaðurinn hafði mætt einkennalaus til vinnu þriðjudaginn 18. ágúst en fór hann að öllum sóttvarnareglum sem settar hafa verið á staðnum segir í tilkynningu frá Eir. Þrír skjólstæðingar sem taldir eru meira útsettir fyrir veirunni og fjórir starfsmenn sem höfðu verið í nálægð við starfsmanninn voru sendir heim í fjórtán daga sóttkví. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Verða þeir aftur skimaðir í lok sóttkvíar, þann 1. september næstkomandi. Borgarsel hefur verið sótthreinsað og unnið er að skipulagningu í samvinnu við sóttvarnalækni og almannavarnir. Aðstaðan hefur verið opnuð á ný. Fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Allir skjólstæðingar Borgarsels, utan þeirra sem eru í sóttkví, verða skimaðir 25. og 26. ágúst. Þar til sóttkvínni lýkur verður starfsemi Borgarsels með breyttu sniði, allir verða hitamældir við komu og snertifletir sótthreinsaðir oftar en venjulega. Síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum Þá er dagurinn í dag síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum, hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ sem rekið er af Eir. Þeir íbúar sem voru í sóttkví verða skimaðir í dag og voru þeir allir, og starfsfólk sem einnig var útsettast fyrir veirunni, skimaðir tvisvar og reyndust allir neikvæðir. Sóttkvínni verður því aflétt í kvöld ef sýnatökur reynast neikvæðar og opnar heimilið því að öllum líkindum á morgun fyrir heimsóknir aðstandenda. Heimsóknarreglur heimilins fara aftur í fyrra horf þ.e. einn aðstandandi má koma í heimsókn daglega, klukkutíma í senn. Viðkomandi skráir komu sína, sprittar hendur og fer beinustu leið til ástvinar síns og síðan beinustu leið út. Eldri borgarar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02 Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46 Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Starfsmaður Borgarsels, dagþjálfunar fyrir heilabilaða sem rekin er af hjúkrunarheimilinu Eir og staðsett er í Spönginni, greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag, þann 20. ágúst. Starfsmaðurinn hafði mætt einkennalaus til vinnu þriðjudaginn 18. ágúst en fór hann að öllum sóttvarnareglum sem settar hafa verið á staðnum segir í tilkynningu frá Eir. Þrír skjólstæðingar sem taldir eru meira útsettir fyrir veirunni og fjórir starfsmenn sem höfðu verið í nálægð við starfsmanninn voru sendir heim í fjórtán daga sóttkví. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Verða þeir aftur skimaðir í lok sóttkvíar, þann 1. september næstkomandi. Borgarsel hefur verið sótthreinsað og unnið er að skipulagningu í samvinnu við sóttvarnalækni og almannavarnir. Aðstaðan hefur verið opnuð á ný. Fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Allir skjólstæðingar Borgarsels, utan þeirra sem eru í sóttkví, verða skimaðir 25. og 26. ágúst. Þar til sóttkvínni lýkur verður starfsemi Borgarsels með breyttu sniði, allir verða hitamældir við komu og snertifletir sótthreinsaðir oftar en venjulega. Síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum Þá er dagurinn í dag síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum, hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ sem rekið er af Eir. Þeir íbúar sem voru í sóttkví verða skimaðir í dag og voru þeir allir, og starfsfólk sem einnig var útsettast fyrir veirunni, skimaðir tvisvar og reyndust allir neikvæðir. Sóttkvínni verður því aflétt í kvöld ef sýnatökur reynast neikvæðar og opnar heimilið því að öllum líkindum á morgun fyrir heimsóknir aðstandenda. Heimsóknarreglur heimilins fara aftur í fyrra horf þ.e. einn aðstandandi má koma í heimsókn daglega, klukkutíma í senn. Viðkomandi skráir komu sína, sprittar hendur og fer beinustu leið til ástvinar síns og síðan beinustu leið út.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02 Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46 Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02
Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26
Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46
Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45